fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Endurkoma drauganna

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 24. júní 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afturgöngurnar (Les Revenants) sneru aftur á RÚV síðastliðið þriðjudagskvöld. Fyrsti þátturinn gerðist sex mánuðum eftir að síðustu þáttaröð lauk. Það verður að viðurkennast að þessi fyrsti þáttur var nokkuð ruglingslegur. Aðallega vegna þess að það er svo langt síðan fyrsta þáttaröðin var sýnd á RÚV að maður átti í hinu mesta basli með að rifja upp persónur og atburði. Frakkar virðast ekki kunna það sem Bandaríkjamenn og Bretar kunna svo vel, að sýna í upphafi nýrrar þáttaraðar, í örstuttum brotum, hvað gerðist í þeirri fyrri. Ef það hefði verið gert hefði maður verið aðeins betur settur. Eitthvað rifjaðist þó upp við áhorf á þennan fyrsta þátt og þá alveg sérstaklega þegar litli alvörugefni drengurinn með stóru dularfullu augun birtist. Allt við hann er áhugavert.

Afturgöngurnar er sérstakur myndaflokkur. Þarna birtast þeir látnu skyndilega og eru meðal þeirra lifandi. Þeir allra jarðbundnustu geta átt í talsverðum erfiðleikum við að lifa sig inn í slíka atburðarás. Þeir sem trúa því hins vegar að allt geti gerst og að stutt sé á milli heima hafa hins vegar fundið þátt við sitt hæfi. Við áhorfið rifjast óneitanlega upp orð úr Hamlet: „Það er til fleira á himni og jörðu, Hóras, en heimspekina þína dreymir um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Í gær

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar