fbpx
Menning

Endurnefna byggingu í höfuðið á sovéskum ólígarka

Tate-safnið í London nefnir nýbyggingu eftir iðnjöfrinum Len Bavatnik

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 7. maí 2017 15:00

Það hefur vakið nokkra athygli að vegleg viðbygging við Tate-nútímalistasafnið í London, sem hefur hingað til verið kölluð The Switch Building, eða Straumrofahúsið, hefur skyndilega verið endurnefnd einu ári eftir opnun.

Úkraínsk-bandaríski iðnjöfurinn hefur gefið gríðarlegar upphæðir til mennta- og menningarstofnana – oftar en ekki í skiptum fyrir að fá byggingar nefndar eftir sér.
Len Bavatnik Úkraínsk-bandaríski iðnjöfurinn hefur gefið gríðarlegar upphæðir til mennta- og menningarstofnana – oftar en ekki í skiptum fyrir að fá byggingar nefndar eftir sér.

Mynd: Tim Bishop

Byggingin, sem hýsir fjölda sýningarsala, veitingastað og útsýnishæð, mun eftirleiðis heita Bavatnik-byggingin eftir úkraínsk-bandaríska viðskiptajöfrinum Len Bavatnik. Nafnabreytingin ku hafa verið að ósk hans sjálfs en hann gaf listasafninu stærstu peningagjöf sem um getur í sögu þess árið 2011. Samkvæmt fréttum The Art Newspaper er upphæðin sem hann gaf um 50 milljónir breskra punda, eða tæplega 7 milljarða íslenskra króna.

Bavatnik auðgaðist gríðarlega á því að kaupa upp ríkisfyrirtæki á útsöluverði við fall Sovétríkjanna, meðal annars ál- og olíufyrirtæki. Í dag er Bavatnik fyrst og fremst þekktur sem einn allra valdamesti maður menningarheimsins, en hann er meðal annars aðaleigandi Warner Music Group, Atlantic, Warner Bros, Parlophone og AI Film, auk þess sem hann hefur fjárfest í fyrirtækjum á borð við Spotify og Beats Electronics.

Bavatnik hefur gefið fjölda menningar- og menntastofnana stórar peningagjafir, oftar en ekki í skiptum fyrir að fá að setja nafn sitt á þær. Nokkur umræða skapaðist Í Bretlandi árið 2015 eftir að nýbygging við Oxford-háskóla var nefnd eftir Bavatnik og fjöldi rússneskra vísindamanna og stjórnarandstæðinga skrifuðu undir bréf þar sem því var mótmælt að skólinn „seldi orðstír sinn og virðingu til kumpána Vladimirs Putin“. Bavatnik neitaði því hins vegar að vera samstarfsmaður rússneska forsetans og sagðist ekki hafa haft nein tengsl við hann frá árinu 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 2 dögum

Silja Aðalsteins skrifar leikdóm um Allt sem er frábært – „Aðferðin sem Valur Freyr beitir er einlægni og hún fer honum vel“

Silja Aðalsteins skrifar leikdóm um Allt sem er frábært – „Aðferðin sem Valur Freyr beitir er einlægni og hún fer honum vel“
Menning
Fyrir 2 dögum

Hvaða kvikmynd verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna?

Hvaða kvikmynd verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna?
Menning
Fyrir 2 dögum

The Guardian lofar Lof mér að falla – „Mynd sem þú verður að sjá“

The Guardian lofar Lof mér að falla – „Mynd sem þú verður að sjá“
Menning
Fyrir 3 dögum

Bókin um gleðina – Varanleg hamingja í breytilegum heimi

Bókin um gleðina – Varanleg hamingja í breytilegum heimi
Menning
Fyrir 4 dögum

Framúrstefna í kvikmyndagerð og mannréttindamál í brennidepli

Framúrstefna í kvikmyndagerð og mannréttindamál í brennidepli
Menning
Fyrir 4 dögum

MAk leitar að ungum og hæfileikaríkum leikurum

MAk leitar að ungum og hæfileikaríkum leikurum
Menning
Fyrir 5 dögum

Gyða Valtýsdóttir sendir frá sér annað lag af væntanlegri plötu, Evolution

Gyða Valtýsdóttir sendir frá sér annað lag af væntanlegri plötu, Evolution
Menning
Fyrir 5 dögum

Ronja ræningjadóttir fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins – Höfundur tónlistar verður gestur á frumsýningu

Ronja ræningjadóttir fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins – Höfundur tónlistar verður gestur á frumsýningu