fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Handtekinn fyrir að vera nakinn í kassa

Nakinn rússneskur gjörningalistamaður kom sér fyrir á Adamsklæðunum á rauða dreglinum

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 5. maí 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gjörningalistamaður var handtekinn í New York á sunnudag eftir að litlum glerkassa sem hann lá nakinn inni í var komið fyrir á rauða dreglinum í stjörnum prýddu galakvöldverðarboði Metropolitan-listasafnsins.

Slökkviliðsmenn þurftu að klippa gjörningalistamanninn, hinn 41 árs Fyodor Pavlov-Andreevich frá Rússlandi, úr kassanum og var hann í kjölfarið færður í fangaklefa þar sem hann var látinn dúsa í 22 klukkustundir. Í kjölfarið hefur hann verið kærður fyrir óspektir, ósiðsamlegt athæfi á almannafæri og fyrir að fara inn á lokað svæði í leyfisleysi.

Á Facebook-síðu Pavlov-Andreevich skrifar talsmaður listamannsins að hann hafi viljað sjá hvernig stofnunin myndi bregðast við óvirkum og saklausum kassa með listamanni inni í. „Jafnvel þótt öryggisvörðunum og lögreglumönnunum sem áttu í samskiptum við hann hafi fundist þetta fyndið, var hann engu að síður meðhöndlaður eins og raunverulegur glæpamaður vegna þess hversu fínn viðburðurinn var og vegna öryggisástandsins í landinu almennt.“

Pavlov-Andreevich hefur nokkrum sinnum áður komið sér fyrir nakinn í kassa og komið sér fyrir í fínum listheimsboðum í London, Sao Paulo, Moskvu og Feneyjum, en gjörningarnir eru hluti af seríu sem hann kallar Foundling – eða óskilabarn.

Íslendingum er flestum í fersku minni þegar listneminn Almar Atlason kom sér fyrir á Adamsklæðunum í gegnsæjum kassa í Listaháskóla Íslands og dvaldist þar í heila viku.

Fyodor Pavlov-Andreevich at MET GALA 2017 _ video by Lavoisier Clemente from .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn