fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Endalok ástarleikja í Sörlaskjólinu

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 22. maí 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur: Bryndís Loftsdóttir.

Það eru liðlega þrjátíu ár síðan skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, Tímaþjófurinn, kom út. Hún vakti strax mikla athygli, lesendur spændu hana í sig þau jólin ásamt Óbærilegum léttleika tilverunnar og Grámosanum hans Thors. Þannig sköpuðu bókmenntir, þá sem nú, æsandi umræðuefni sem entust í öllum jólaboðum og jafnvel langt fram á þorra. Frá útgáfuári bókarinnar hefur tölvutæknin gjörbylt samskiptum fólks (með stórfelldum tímaþjófnaði) og áhugavert er að velta fyrir sér þeirri breytingu sem tæknin hefur haft á líf okkar með því að beina sjónum okkar aftur til níunda áratugarins.

Söguhetjan Alda hringsnýr karlmönnum í kringum sig og leiðir útvalda sveina eftir slitnum þrepum til ástarleikja í Sörlaskjólinu. Þess á milli kennir hún þýsku í Menntaskólanum í Reykjavík. Þegar Steindór, samkennari hennar, býr sig undir að fara frá konu og börnum, snýr hún baki við honum og í kjölfarið gengur hann í sjóinn. Dauði Steindórs gagnast Öldu ágætlega, hann er þá ekkert að þvælast fyrir henni þegar hún byrjar að tæla Anton, fjallmyndarlega sagnfræðikennarann sem er nýbyrjaður að kenna við skólann. Henni tekst að vefja honum lipurlega um fingur sér til að byrja með, en eftir þriggja mánaða framhjáhald sér hann að sér, slítur sambandinu og snýr sér aftur að eiginkonunni, menntun sinni og pólitískum ferli. Alda getur ekki meðtekið höfnunina og veröld hennar brestur.

Spennandi samtöl og góðar tímasetningar

Melkorku Teklu Ólafsdóttur tekst vel upp með leikgerðina, samtölin eru spennandi og tímasetningar ganga vel upp. Sveinbjörg Þórhallsdóttir hannar sviðshreyfingar sem í flestum tilfellum gæða sýninguna miklum þokka. Spretthlaup leikara um sviðið voru samt ekki mjög áhugaverð, ég skildi að minnsta kosti ekki hverju þau áttu að bæta við verkið. Uppstillingar leikara ofan á flyglinum virkuðu líka tilgerðarlegar og voru ofnotaðar.

Leikmyndin var samansett úr bláum tjöldum, flygli, stórri ljósakrónu og nokkrum stólum. Hún var einföld og kom oft vel út í smekklegri lýsingu. Búningar kvennanna voru hins vegar daufir og gerðu lítið fyrir þær, á köflum féllu litir þeirra nánast inn í leikmyndina og kvenlegar línur systranna nutu sín ekkert. Miklu betur tókst til með búninga strákanna.

Una Þorleifsdóttir hefur góð tök á leikhópnum. Edda Arnljótsdóttir leikur systur Öldu sem býr með henni í stóra húsinu í Sörlaskjóli og Snæfríður Ingvarsdóttir leikur dóttur hennar. Leikur Snæfríðar er nákvæmur og fínlegur og hentar því vel litlu sviði sem þessu. Edda rúllar upp hlutverki Ölmu sem fylgist vel með elskhugaflaumi yngri systur sinnar og sýnir henni endalausa þolinmæði og jafnvel aðdáun.

Oddur Júlíusson leikur Steindór, sem yfirgefur Öldu í raun aldrei þrátt fyrir dauða sinn. Oddur er flinkur leikari sem á auðvelt með að töfra áhorfendur á sitt band með einlægum svipbrigðum og hæfileikar hans í söng og dansi nýttust vel í verkinu.

Björn Hlynur Haraldsson fór með hlutverk sögukennarans, Antons. Hann var afskaplega heillandi á sviðinu, maður skildi fullkomlega hrifningu Öldu og þann losta sem á milli þeirra kviknaði. Það hefði dýpkað söguna hefði hann fengið svigrúm til þess að segja betur frá sér en þetta er ekki sagan hans og hann vann sannarlega vel úr því sem hann fékk í hendurnar.

Með betri sýningum leikársins

Stjarna verksins er þó Nína Dögg Filippusdóttir, sem skapar gríðarlega sterka og heilsteypta Öldu. Það er vandasamt að finna eina einustu feilnótu í túlkun hennar sem unnin var af mikilli fagmennsku og alúð. Þess vegna er þeim mun erfiðara að útskýra að eitthvað vantaði samt í verkið. Ég get ekki alveg sett fingur á hvað það nákvæmlega var, en einhvern veginn var mér alveg sama um Öldu og afdrif hennar. Hún kveikti hvorki meðaumkun mína né andúð.

Ef til vill voru veikindi hennar í lokin óþörf, persónan of sterk eða einföld í upphafi eða tímabil sögusviðsins of mikið á reiki og rann kannski full langt aftur í tímann. Ég hreinlega get ekki neglt hvort vandinn liggi í handriti, leikstjórn, leik eða einfaldlega illa tengdum gagnrýnanda. En sýningin er engu að síður í hópi betri sýninga leikársins og tvímælalaust þess virði að kynna sér þessa útgáfu af frábærri sögu Steinunnar Sigurðardóttur.

Mynd: Steve Lorenz

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Dramatískur sigur Stjörnunnar á Augnabliki

Mjólkurbikar karla: Dramatískur sigur Stjörnunnar á Augnabliki
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár