Ingvar E. leikur Bjart í dýrustu íslensku sjónvarpsþáttum til þessa

Baltasar Kormákur mun leikstýra þáttum byggðum á Sjálfstæðu Fólki

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ingvar E. Sigurðsson mun fara með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum í nýjum sjónvarpsþáttum sem byggðir eru á skáldverkinu Sjálfstætt Fólk eftir nóbelsskáldið Halldór Laxness.

RÚV og RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, munu þróa og undirbúa þættina í sameiningu. Um er að ræða kvikmynd og sex til átta sjónvarpsþættir og verður þetta einhver allra umfangsmesta framleiðslan í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpssögu.

Baltasar mun leikstýra þáttunum og gert ráð fyrir að tökur geti hafist síðla árs 2018.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.