Menning

Sigurður vinnur Maístjörnuna

Ljóðaverðlaun Rithöfundasambandsins og Landsbókasafnsins veitt í fyrsta skipti

Kristján Guðjónsson skrifar
Laugardaginn 20 maí 2017 19:00

Sigurður Pálsson hlýtur Maístjörnuna 2017, ný ljóðaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands, fyrir ljóðabók sína Ljóð muna rödd, en verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn á fimmtudag.

Þetta er sextánda ljóðabók Sigurðar og var hún meðal annars tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta. Í umsögn dómnefndar um bókina segir meðal annars: „Í þessari bók birtist auðugur ljóðheimur Sigurðar Pálssonar, skálds sem hefur sannarlega lagt sitt fram til endurnýjunar og krafts íslensks ljóðmáls. Ljóð muna rödd er sterk bók þar sem glímt er við stórar spurningar. Röddin í titlinum er áleitin, ljóðin eru myndræn, tregafull og magnþrungin, en eru jafnframt óður til lífsins og lífsgleðinnar.“

Í dómnefnd sátu Ármann Jakobsson tilnefndur af Rithöfundasambandinu og Áslaug Agnarsdóttir tilnefnd af Landsbókasafni Íslands – Háskólasafni.

Lestu bókagagnrýni DV um Ljóð muna rödd: Frá fyrstu línu til þeirrar síðustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Menning
Fyrir 3 dögum síðan
Sigurður vinnur Maístjörnuna

The Grizzled: Friðarboðskapur fórnarlambs Charlie Hebdo-árásarinnar

FréttirMenning
Fyrir 4 dögum síðan
The Grizzled: Friðarboðskapur fórnarlambs Charlie Hebdo-árásarinnar

Partý í Hörpu: Sextugir undirheimastrákar á Sónar Reykjavík

Menning
Fyrir 4 dögum síðan
Partý í Hörpu: Sextugir undirheimastrákar á Sónar Reykjavík

Hljóðrænn hernaður Kode9

Menning
Fyrir 6 dögum síðan
Hljóðrænn hernaður Kode9

Daníel og Nýdönsk hlutu flest tónlistarverðlaun

Menning
Fyrir 6 dögum síðan
Daníel og Nýdönsk hlutu flest tónlistarverðlaun

Á vígvelli hljóðanna

Menning
Fyrir 9 dögum síðan
Á vígvelli hljóðanna

Fólkið í blokkinni

Menning
Fyrir 11 dögum síðan
Fólkið í blokkinni

Orðrómur í Víetnam ógnar nashyrningum: „Oft lifandi þegar hornið er hoggið af“

Menning
Fyrir 13 dögum síðan
Orðrómur í Víetnam ógnar nashyrningum: „Oft lifandi þegar hornið er hoggið af“

Myndband: Flóttamaður Stebba Jak

Mest lesið

Ekki missa af