fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Migos koma fram í Laugardalshöllinni í ágúst

Suðurríkjarapp í Laugardalshöll 16. ágúst

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 19. maí 2017 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suðurríkjarappsveitin Migos, ein vinsælasta hip hop sveit heims um þessar mundir, kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll þann 16. ágúst næstkomandi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Senu, sem stendur fyrir tónleikunum, er stefnt á að ein erlend stjarna hiti upp fyrir Migos auk einnar íslenskar.

Tríóið Migos var stofnað af frændunum Quavo, Takeoff og Offset í Lawrenceville í Georgíufylki árið 2009. Þeir slógu fyrst í gegn með laginu „Versace“ sem kom út á mixtape-inu Y.R.N. (Young Rich Niggas) árið 2013.
Nýjasti slagari sveitarinnar er lagið „Bad and Boujee“ sem þeir gerðu með rapparanum Lil Uzi Vert og náði toppsætinu á Billboard Hot 100 listanum – en lagið var fyrsta smáskífan af annarri hljóðversplötu sveitarinnar, Culture sem kom út í janúar.

Miðasala hefst föstudaginn 2. Júní klukkan 10 en póstlistaforsala Senu Live hefst daginn áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Axel fer yfir ákvörðun sína – „Ég myndi ekki velja þann stað með sjö mánaða gamalt barn“

Axel fer yfir ákvörðun sína – „Ég myndi ekki velja þann stað með sjö mánaða gamalt barn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast