Menning

Migos koma fram í Laugardalshöllinni í ágúst

Suðurríkjarapp í Laugardalshöll 16. ágúst

Kristján Guðjónsson skrifar
Föstudaginn 19 maí 2017 10:15

Suðurríkjarappsveitin Migos, ein vinsælasta hip hop sveit heims um þessar mundir, kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll þann 16. ágúst næstkomandi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Senu, sem stendur fyrir tónleikunum, er stefnt á að ein erlend stjarna hiti upp fyrir Migos auk einnar íslenskar.

Tríóið Migos var stofnað af frændunum Quavo, Takeoff og Offset í Lawrenceville í Georgíufylki árið 2009. Þeir slógu fyrst í gegn með laginu „Versace“ sem kom út á mixtape-inu Y.R.N. (Young Rich Niggas) árið 2013.
Nýjasti slagari sveitarinnar er lagið „Bad and Boujee“ sem þeir gerðu með rapparanum Lil Uzi Vert og náði toppsætinu á Billboard Hot 100 listanum – en lagið var fyrsta smáskífan af annarri hljóðversplötu sveitarinnar, Culture sem kom út í janúar.

Miðasala hefst föstudaginn 2. Júní klukkan 10 en póstlistaforsala Senu Live hefst daginn áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Menning
í gær
Migos koma fram í Laugardalshöllinni í ágúst

Rocky Horror Show: Frelsun eða fordjörfun?

Menning
Fyrir 3 dögum síðan
Rocky Horror Show: Frelsun eða fordjörfun?

The Grizzled: Friðarboðskapur fórnarlambs Charlie Hebdo-árásarinnar

FréttirMenning
Fyrir 4 dögum síðan
The Grizzled: Friðarboðskapur fórnarlambs Charlie Hebdo-árásarinnar

Partý í Hörpu: Sextugir undirheimastrákar á Sónar Reykjavík

Menning
Fyrir 4 dögum síðan
Partý í Hörpu: Sextugir undirheimastrákar á Sónar Reykjavík

Hljóðrænn hernaður Kode9

Menning
Fyrir 6 dögum síðan
Hljóðrænn hernaður Kode9

Daníel og Nýdönsk hlutu flest tónlistarverðlaun

Menning
Fyrir 6 dögum síðan
Daníel og Nýdönsk hlutu flest tónlistarverðlaun

Á vígvelli hljóðanna

Menning
Fyrir 9 dögum síðan
Á vígvelli hljóðanna

Fólkið í blokkinni

Menning
Fyrir 11 dögum síðan
Fólkið í blokkinni

Orðrómur í Víetnam ógnar nashyrningum: „Oft lifandi þegar hornið er hoggið af“

Mest lesið

Rúnar Freyr gjaldþrota

Ekki missa af