fbpx
Menning

Documenta 14 opnuð í Aþenu

Ein mikilvægasta myndlistarsýning heims

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 8. apríl 2017 11:30

Ein mikilvægasta myndlistarsýning heims, fimmæringurinn Documenta, hefst um helgina í Aþenu í Grikklandi, en þetta er í fjórtánda skipti sem sýningin er haldin frá árinu 1955. Þar til nú hefur hátíðin ávallt verið haldin í borginni Kassel í Þýskalandi en í fyrsta skipti hefur verið brugðið á það ráð að skipta hátíðinni í tvennt, fyrri hlutinn fer því fram í Aþenu en sá síðari hefst í Kassel í júní og stendur yfir í þrjá mánuði.

Hinn pólski sýningarstjóri hátíðarinnar, Adam Szymczyk, hefur sagt tilganginn með nýjunginni vera að nýta menninguna til að beina sjónum að efnahags- og flóttamannakrísunni sem riðið hefur yfir Evrópu að undanförnu og sérstaklega kristallast í Grikklandi. Hann hefur sagst vilja nota hátíðina til að endurskoða og jafnvel færa til valdajafnvægið í Evrópu.

160 listamenn taka þátt í sýningunni sem nefnist „Learning from Athens“ og fer fram á 40 sýningarstöðum víðs vegar í Aþenu, en stærsta sýning borgarinnar verður í Þjóðarsafni Grikklands fyrir nútímalist (EMST).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 2 dögum

Hvaða kvikmynd verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna?

Hvaða kvikmynd verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna?
Menning
Fyrir 2 dögum

Jarl Sigurgeirsson ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja

Jarl Sigurgeirsson ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja
Menning
Fyrir 3 dögum

Bókin um gleðina – Varanleg hamingja í breytilegum heimi

Bókin um gleðina – Varanleg hamingja í breytilegum heimi
Menning
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stemninguna á Eistnaflugi 2018

Sjáðu stemninguna á Eistnaflugi 2018
Menning
Fyrir 5 dögum

Ronja ræningjadóttir fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins – Höfundur tónlistar verður gestur á frumsýningu

Ronja ræningjadóttir fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins – Höfundur tónlistar verður gestur á frumsýningu
Menning
Fyrir 5 dögum

Judas Priest spila í Laugardalshöllinni

Judas Priest spila í Laugardalshöllinni