Sigríður ráðin forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands

Hefur störf í apríl

Mynd: Hildur Inga Björnsdóttir.

Sigríður Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, en hún tekur við starfinu í apríl af Hörpu Þórsdóttur sem hefur verið skipuð safnstjóri Listasafns Íslands.

Sigríður er með meistaragráðu í hönnunarfræðum frá lista- og hönnunarskólanum Central Saint Martins í London. Hún stofnaði og rak hönnunargalleríið Spark Design Space, en á tímabilinu 2010 til 2016 voru rúmlega 30 hönnunarverkefni kynnt í rýminu. Á árunum 2004 til 2012 starfaði Sigríður svo sem prófessor og fagstjóri í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.