Menning

Eitthvað alveg sérstakt

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 15. apríl 2017 11:30

Það er eitthvað alveg sérstakt við Bill Nighy. Hann er venjulega fremur þungbúinn. Manni finnst eins og hann sé maður sem hafi fyrir löngu áttað sig á því að heimurinn er óréttlátur og telji því rétt að búast við hinu versta. Hann hafi um leið ákveðið að taka þeirri staðreynd af vissri kaldhæðni og reyna um leið að bera sig eins vel og mögulegt er í ómögulegum aðstæðum.

RÚV sýndi síðastliðið föstudagskvöld spennumynd frá BBC, Turks and Caicos, þar sem Nighy fór með aðalhlutverkið. Hann lék breskan leynilögreglumann sem hitti bandarískan leynilögreglumann og hóp kaupsýslumanna í skattaparadísinni Turks og Caicos. Meðleikarar Nighy voru ekki af verri endanum: Helena Bonham Carter, Rupert Graves, Ralph Fiennes, Winona Ryder og Christopher Walken. Þessi mynd átti ekki að geta klikkað. Hún gerði það heldur ekki en var samt ekki alveg jafn eftirminnileg og maður hafði vonað.

Megingallinn var sá að maður þurfti að þekkja forsögu breska leynilögreglumannsins og ef maður gerði það ekki þá var ýmislegt sem að honum sneri nokkuð ruglingsleg. Framvindan var ekki æsispennandi en samt áhugaverð. Þarna var mikið fjallað um peninga og gróða. „Peningum líður best þegar þeir eru að störfum,“ sagði einn kaupsýslumannanna. Mér fannst þetta sprenghlægileg hugmyndafræði, en sennilega er þetta bara hagfræði kapítalistanna. Myndin gerðist í skattaparadís og þar var allt fullt af miðaldra mönnum sem lifðu fyrir peningana sína. Þeir virtust ekkert ógurlega ánægðir, enda skapar það nokkar áhyggjur að þurfa sífellt að hugsa um gróða.

Þetta var prýðileg mynd og Nighy skilaði sínu vel eins og alltaf. Hann kann sitt fag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir einni viku

Heimskort Söguhrings kvenna afhjúpað

Heimskort Söguhrings kvenna afhjúpað
Fyrir einni viku

Yfirlestur Baltasars á Everest: „Það þurfti engan sykur í þetta“

Yfirlestur Baltasars á Everest: „Það þurfti engan sykur í þetta“
Menning
Fyrir 9 dögum

Ópera Sjón valin besta nýja ópera ársins í Evrópu

Ópera Sjón valin besta nýja ópera ársins í Evrópu
Menning
Fyrir 10 dögum

Stefán Máni: „Hún leynir endalaust á sér og er bæði sársaukafull og falleg, sem og ógleymanleg“

Stefán Máni: „Hún leynir endalaust á sér og er bæði sársaukafull og falleg, sem og ógleymanleg“
Menning
Fyrir 12 dögum

Hlustaðu á Þjóðhátíðarlögin í ár: Á sama tíma á sama stað og Heimaey

Hlustaðu á Þjóðhátíðarlögin í ár: Á sama tíma á sama stað og Heimaey
Menning
Fyrir 12 dögum

Einu sinni var í Hollywood: Þetta eru leikararnir í nýjustu mynd Quentin Tarantino

Einu sinni var í Hollywood: Þetta eru leikararnir í nýjustu mynd Quentin Tarantino
Menning
Fyrir 14 dögum

Listasafn Árnesinga hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2018

Listasafn Árnesinga hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2018
Menning
Fyrir 14 dögum

10 ára drengur heillar internetið með ábreiðu af Imagine

10 ára drengur heillar internetið með ábreiðu af Imagine