fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Stríð Ragnars og Kjartans sett upp í Þjóðleikhúsinu

Klukkutíma langt dauðastríð prússnesks hermanns við undirleik Sinfóníunnar

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 8. mars 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einþáttungsóperan Stríð eftir Ragnar Kjartansson verður sett upp í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands í Þjóðleikhúsinu vorið 2018. Í verkinu, sem var upphaflega sýnt í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín í mars 2016 undir nafninu Krieg, fá áhorfendur að fylgjast með tilfinningaþrungnu og yfirgengilegu dauðastríði prússnesks 18. aldar hermanns í klukkustund, í rómantískri handmálaðri sviðsmynd og undir dramatískri óperutónlist eftir Kjartan Sveinsson.

Kjartan Sveinsson, tónskáld og fyrrverandi meðlimur Sigur Rósar, semur tónlistina við óperuna Stríð.
Semur tónlistina Kjartan Sveinsson, tónskáld og fyrrverandi meðlimur Sigur Rósar, semur tónlistina við óperuna Stríð.

Mynd: Helen Wood

Stríð er annað sviðsverkið sem Ragnar og Kjartan vinna í sameiningu. Síðast gerðu þeir Kraftbirtingarhljóm guðdómsins sem er byggt á Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Verkið var einnig unnið fyrir Volksbühne-leikhúsið en síðar sett upp í Borgarleikhúsinu. Kraftbirtingarhljómur guðdómsins var leikaralaus óður til sviðsmyndarinnar, þess hluta leikhússins sem alltaf stendur í bakgrunni á bak við leikarana. En í Stríði er leikarinn stiginn inn í sviðsmyndina og sviðsljósinu er beint að honum, hinum klassíska leikara og leiknum. Í viðtali við DV í apríl í fyrra sagðist Ragnar vera að gera „myndlistarverk fyrir leikhús […] um leikhúsið í leikhúsinu.“

Í uppfærslunni á Stríði í Berlín var frumsamin tónlist Kjartans aðeins leikin í hljómflutningstækjum en í Þjóðleikhúsinu munu hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika undir dauðastríðinu. „Við Kjartan vorum að vinna með óperuformið, vorum að gera þessa melódramatísku óperu. Það var því smá synd að hafa tónlistina bara á bandi. Kjartan samdi náttúrlega alla músíkina sérstaklega fyrir þetta. Svo kannski verður þetta einhvern tímann sett upp sem ópera með hljómsveit og öllu. Það væri svo skemmtileg andstæða, þessi svakalega tilfinningaþrungna samda tónlist og svo er gaurinn á sviðinu bara að emja yfir: „aaaaaahhhhhhhhhh.“ Mér finnst það mjög áhugavert,“ sagðir Ragnar í fyrra. Og nú er ljóst að ósk Ragnars mun verða að veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?