fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Menningarverðlaun DV 2016: Tilnefningar í myndlist

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 3. mars 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2016 verða veitt miðvikudaginn 15. mars næstkomandi klukkan 17.00 í Iðnó. 45 verkefni, hópar og einstaklingar eru tilnefndir til verðlaunanna í ár í níu flokkum; kvikmyndum, leiklist, dansi, tónlist, myndlist, arkitektúr, hönnun, bókmenntum og fræðum, en auk þess veitir forseti Íslands sérstök heiðursverðlaun og lesendaverðlaun dv.is verða veitt. Föstudaginn 3. mars hefst netkosning á dv.is sem stendur til miðnættis 14. mars, þar sem lesendum gefst tækifæri til að kjósa þá tilnefningu sem þeim líst best á – sú tilnefning sem hlýtur flest atkvæði í netkosningunni hreppir lesendaverðlaun dv.is.

Taktu þátt í kosningunni!


Tilnefningar í myndlist

.
Hildur Bjarnadóttir .

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hildur Bjarnadóttir

Hildur Bjarnadóttir (f. 1969) hélt tvær sýningar í Reykjavík á síðasta ári sem undirstrikuðu vel sérstöðu hennar og einstakan skilning hennar á efnivið sínum og aðferðum. Hildur hefur um árabil verið einn framsæknasti textíllistamaður okkar og hefur í raun umbylt því hvernig við lítum á tilgang og möguleika þessa listmiðils. Sýning hennar í Vestursal Kjarvalsstaða bar heitið Vistkerfi lita og samanstóð af lituðum textíl. Litina hafði Hildur unnið úr gróðri af landspildu sem hún á í Flóahreppi en þar vex blóðberg, krossmaðra, hrútaberjalyng, þursaskegg, klófífa, hálmgresi og mýrasóley, ilmreyr, bugðupuntur, mjaðjurt, og fleira. Allan þennan gróður má nota til að lita þræði og ofið efni. Sýningarverkefnið verður þannig skráning á landinu og náttúrunni, yfirlit yfir það vistkerfi sem þrífst á þessum bletti á Suðurlandi. Undir lok árs opnaði Hildur svo aðra sýningu í Hverfisgalleríi þar sem hún sýndi nýjustu verk sín.

.
Þóra Sigurðardóttir .

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þóra Sigurðardóttir

Þóra Sigurðardóttir (f. 1954) notar ýmislegt efni og miðla í myndlist sinni. Hún hefur sýnt þríðvíð verk af ýmsum toga, teikningar og málverk, fundna hluti og ljósmyndir, og hún hefur unnið verk beint inn í sýningarrými. Þrátt fyrir þennan fjölbreytileika bera verk Þóru sterk höfundareinkenni og á sýningum sínum dregur hún áhorfendur inn í myndheim þar sem hversdagslegustu hlutir geta óvænt opinberað fegurð sína og nýjar tengingar verða til. Sýning Þóru í Listasafni ASÍ 2016 bar yfirskriftina Rými/Teikning og þar sýndi hún bæði skúlptúr og teikningar á pappír. Á þessari svipmiklu sýningu mátti vel sjá kjarnann í nálgun hennar, næmt auga fyrir formrænum eiginleikum umhverfisins og fínstillta fagurfræði í útfærslunni.

.
Berglind Jóna Hlynsdóttir .

Berglind Jóna Hlynsdóttir

Berglind Jóna Hlynsdóttir (f. 1979) lauk MA-gráðu í myndlist árið 2010 og hefur tekið þátt í ýmsum myndlistar- og sýningarverkefnum síðan, á Íslandi, í Svíþjóð, Litháen, Brasilíu og víðar. Í fyrra hélt hún fyrstu einkasýningu sína í opinberu listasafni, í D-sal Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur. Þar sýndi hún einfalda innsetningu með gardínu af því tagi sem notaðar eru til að skilja á milli farrýma í flugvélum. Sýninguna kallaði hún einfaldlega Class Divider sem þýða mætti sem stéttaskipting. Með þessu dregur hún athygli að misskiptingu í samfélaginu og í viðtali við DV sagði hún: „Gardínan í flugvélinni er að mörgu leyti mjög léttvæg sem landamæri, en hins vegar eiga þeir sem sitja hvor sínum megin við hana líklega mismikið af steinsteypu, mismikið af eignum og geyma líklega innistæður sínar í ólíkum veðurkerfum eins og nýjustu fréttir minna okkur á.“

Jón Laxdal

Jón Laxdal (f. 1950) tók þátt í starfseminni kringum Rauða húsið á Akureyri upp úr 1980 en þar var miðstöð ungra listamanna í bænum með metnaðarfullu sýningarhaldi og viðburðum. Þar hélt Jón líka sína fyrstu myndlistarsýningu 1982 og hefur síðan sýnt jafnt og þétt, norðan heiða og sunnan. Á síðasta ári var sett upp stór sýning á verkum Jóns í Listasafninu á Akureyri þar sem sjá mátti bæði eldri verk frá löngum ferli og ný verk sem unnin voru sérstaklega fyrir sýninguna. Jón hefur lengst af unnið klippimyndir þar sem hann notar efni úr gömlum dagblöðum og tímaritum. Verk hans láta stundum ekki mikið yfir sér heldur eru eins og fínleg endurvinnsla á textum, línum og myndum sem þjónuðu ákveðnu hlutverki þegar þau voru fyrst prentuð en fá í meðförum Jóns fagurfræðilega merkingu og nýjan tilgang. Lengi vel vann Jón aðallega á tvívíðan flöt en smátt og smátt hafa þrívíð verk orðið fyrirferðarmeiri á sýningum hans og því sérstaklega vel til fundið að setja saman yfirlitssýningu þar sem skoða mátti samhengið í listsköpun hans.

.
Elín Hansdóttir .

Elín Hansdóttir

Elín Hansdóttir (f. 1980) hefur sýnt víða um heim og vakið athygli fyrir formhrein og kraftmikil verk sem hún vinnur inn í sýningarrýmið, oft með þeim hætti að áhorfendur verða sjálfir hluti af verkinu. Fyrir sýningu sína í Ásmundarsafni vann hún með sýningarstjóranum Dorothée Kirch og saman völdu þær sjaldséð verk eftir Ásmund Sveinsson sem Elín vann svo verk sín kringum. Titill sýningarinnar var Uppbrot sem endurspeglar vel stærsta verkið sem Elín vann á sýninguna: Stór, hvít þrívíð form sem lágu á gólfinu eins og þau hefðu dottið þar niður fyrir tilviljun. Samspilið við verk Ásmundar var djarft en þó merkilega nærgætið og sýnir vel hvernig listaverk geta talað saman þótt næstum heil öld skilji listamennina að.

Dómnefnd: Jón Proppé (formaður), Helga Óskarsdóttir og Jón B.K. Ransu.

Hver á að hljóta lesendaverðlaun dv.is – Taktu þátt í kosningunni!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“