Menning

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir málverk

Zehra Doğan málaði mynd af eyðileggingu í kúrdísku borginni Nusaybin

Kristján Guðjónsson skrifar
Miðvikudaginn 29. mars 2017 20:30

Tyrknesk-kúrdíska blaða- og listakonan Zehra Doğan var fyrr í mánuðinum dæmd í tveggja ára, níu mánaða og tuttugu og tveggja daga fangelsi fyrir að deila málverki eftir sig á samfélagsmiðlum. Málverkið er gert eftir ljósmynd sem sýnir eyðileggingu í kúrdísku borginni Nusaybin í Mardin-héraði, en tyrkneski herinn sprengdi borgana í herferð sinni gegn kúrdíska verkamannaflokknum (PKK) í fyrra. Á myndina af eyðilagðri borginni bætti Doğan við nokkrum hangandi tyrkneskum fánum.

Yfirvöld segja að ekki sé verið að refsa henni fyrir listaverkið heldur fyrir að deila mynd sem sýndi yfirstandandi hernarðaraðgerð, en lögmaður hennar segir hins vegar að dómurinn sé árás á list og alla listræna tjáningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af