Landsliðsbúningar sem skítlúkka

Tanja Huld Guðmundsdóttir og Loji Höskuldsson hanna landsliðsbúninga fyrir íþrótta- og listafólk

hafa unnið landsliðsbúninga fyrir íslenskt íþrótta- og listafólk.
Loji og Tanja hafa unnið landsliðsbúninga fyrir íslenskt íþrótta- og listafólk.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Mottóið sem við höfum haft að leiðarljósi allan tímann er að þetta verður að skítlúkka,“ segir Loji Höskuldsson tón- og myndlistarmaður og Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir fatahönnuður tekur undir.

Á Hönnunarmars um helgina munu þau frumsýna nýja línu landsliðsbúninga íþrótta og lista, sem þau hafa hannað og nefna „Upp með sokkana!“ Þau vonast til að búningarnir, sem eru innblásnir af séríslenskum hversdagsleika: brauðtertum, stormviðvörunum og kaotískum gólfflötum íslenskra íþróttahúsa, muni nýtast jafnt afreksfólki sem áhugamönnum í bæði list- og íþróttaheiminum.

Tilbúin þegar ÍSÍ hefur samband

„Þetta er tillaga að nýjum landsliðsbúningi fyrir íþróttir og listir, sameiningartákn fyrir þessar greinar,“ segir Tanja Huld en þau Loji eiga það sameiginlegt að starfa á sviði listarinnar en vera mikið áhugafólk um íþróttir – Loji spilaði fótbolta með Fram upp alla yngri flokkana en Tanja handbolta með Gróttu. Þau segja að þessum tveimur sviðum hafi of oft verið stillt upp sem andstæðum sem fólk þurfi að velja á milli en með nýju búningunum vilja þau sameina listamenn og íþróttafólk. Þau benda á að þessar greinar séu í raun ekki svo frábrugðnar: íþróttir snúist um leikni, fimi, snilld eða list, á sama tíma og listin sé einfaldlega sú íþrótt að búa til eitthvað fagurt eða eftirtektarvert.

„Ég myndi vilja sjá Egil Sæbjörnsson mæta í þessum búningi á Feneyjatvíæringinn, sjá svo kvennalandsliðið í fótbolta og alla stuðningsmennina þeirra mæta í honum á EM í sumar. Svo gæti Svala mætt í honum á Eurovision-keppnina,“ segir Tanja og hlær. „En músan okkar var Óli Stef. Hann er bæði íþróttamaður og mjög skapandi, það má því segja að hann sameini þetta tvennt. Ef hann er til í að mæta á opnunina þá verður hann heiðursgestur.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.