RFF byrjaði með pompi og prakt á föstudagskvöldið - Sjáið myndirnar

Hófst með glæsilegri tískusýningu á föstudaginn
Reykjavík Fashion Festival Hófst með glæsilegri tískusýningu á föstudaginn

Reykjavík Fashion Festival (RFF) stærsti árlegi tískuviðburður Íslands fer fram núna um helgina í Hörpu. Á föstudagskvöldið stigu á stokk glæsileg og fönguleg módel sem sýndu nýjustu hönnun Myrkvu, Cintamani og MAGNEU.

Umgjörð tískusýningarinnar var hin glæsilegasta og engu var til sparað. Fáguð og falleg hönnun var kynnt og módelin voru framúrskarandi á sýningarpöllunum. Mæting var framúr björtustu vonum og gestir voru samróma um það þarna hafi verið um hágæða frammistöðu að ræða og stemningin var afar góð, svo góð að gestirnir voru agndofa af hrifningu.

RFF er sjálfstæð hátíð sem haldin er samhliða HönnunarMars, þar sem allri hönnun er fagnað af borgarbúum, hönnuðum og listamönnum.

Hér að neðan má sjá myndar frá sýningunni

Reykjavík Fashion Festival Hófst með glæsilegri tískusýningu á föstudaginn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.