fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Ástríðufull og næm túlkun

Sólveig Guðmundsdóttir hlýtur verðlaunin í leiklistarflokki

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 18. mars 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Guðmundsdóttir hlýtur Menningarverðlaun DV í leiklistarflokki fyrir leik sinn í Illska og Sóley Rós ræstitæknir.
Í rökstuðningi dómnefndar segir:

„Sólveig hefur verið vaxandi leikkona og vakti mikla athygli í verkinu Illsku sem Óskabörn ógæfunnar unnu úr samnefndri skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl og settu upp á árinu á Litla sviði Borgarleikhússins. Þar túlkar Sólveig af ástríðu og næmi mótsagnakenndar tilfinningar persónunnar Agnesar. Ekki vakti síður athygli uppfærsla Sólveigar og Maríu Reyndal á leikriti þeirra Sóleyju Rós ræstitækni sem Kvenfélagið Garpur setti upp í Tjarnarbíói. Þar býr Sólveig til heila manneskju á sviðinu, með karakter og sögu, sérstakan talsmáta, stóra og smáa takta og kæki, vitsmuni, veikleika og styrkleika, djúpstæða réttlætiskennd en líka djúpstæða minnimáttarkennd og lætur áhorfendur bæði gráta og hlæja með sér.“

Málefni sem skipta máli

„Ég var alveg hrikalega ánægð að vera verðlaunuð fyrir þessi verk því þetta eru tvær sjálfstæðar sýningar og það er sérstaklega mikil vinna sem fólst í að koma þeim á koppinn,“ segir Sólveig um viðurkenninguna.

Þau voru einnig tilnefnd í flokki leiklistar

Dómnefnd: Silja Aðalsteinsdóttir (formaður), Bryndís Loftsdóttir og Silja Björk Huldudóttir.

Leikhópurinn Kriðpleir fyrir handrit og uppfærslu Ævisögu einhversGréta Kristín Ómarsdóttir og leikhópur fyrir uppfærslu sína á StertabenduÓlafur Egill Egilsson fyrir leikstjórn á Broti úr hjónabandiSean Mackaoui og Ólafur Ágúst Stefánsson fyrir leikmynd og lýsingu í Horft frá brúnni

„Þetta er líka sérstaklega ánægjulegt því ég tók þátt í að skrifa bæði verkin, Sóleyju Rós vann ég með Maríu Reyndal út frá viðtali við konu sem býr og starfar fyrir norðan, og tók svo þátt í að skrifa leikgerðina að Illsku með leikhópnum Óskabörn ógæfunnar upp úr bók Eiríks Arnar Norðdahl. Þar af leiðandi finnst manni maður eiga svolítið meira í sýningunum með öllu fólkinu sem vinnur að þeim. Mér finnst báðar þessar sýningar fást við málefni sem skipta miklu máli í samfélaginu og það er frábært að taka þátt í að segja svona stórar sögur.“

Aðspurð hvort henni hafi fundist árið 2016 hafa verið sérstaklega gott hjá henni segir Sólveig að það hafi kannski bara hist svo heppilega á að hún hafi fengið að taka að sér þessi ólíku en áhugaverðu hlutverk á svipuðum tíma.

„Þetta eru náttúrlega tvö dúndurkvenhlutverk, en þau eru ekki á hverju strái. Þetta eru mjög ólíkar persónur og ólíkar sýningar. En þegar það eru góð hlutverk í boði er auðveldara að standa sig vel í vinnunni sinni. Maður verður ekki að flinkri leikkonu á einni nóttu. Ég hef unnið sem sjálfstætt starfandi leikkona með hinum ýmsu leikhópum síðustu sextán ár, manni hefur oft mistekist, maður hefur gert mjög misgóðar sýningar en maður tekur alltaf eitthvað með sér, lærir af mistökunum og gerir betur næst. Þegar maður er lengi í þessu kynnist maður svo mörgu fólki – og það skiptir svo miklu máli að vinna með rétta fólkinu.“

Að lokum hvetur hún fólk til að mæta á sýningarnar tvær áður en sýningum lýkur, en tvær sýningar eru eftir af Illsku í Borgarleikhúsinu og þrjár eftir af Sóleyju Rós ræstitækni í Tjarnarbíói.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“