Kosning: Menningarverðlaun DV - Taktu þátt í valinu

Menningarverðlaun DV verða veitt í níu flokkum á miðvikudag auk heiðurs- og lesendaverðlauna

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2016 verða veitt miðvikudaginn 15. mars næstkomandi klukkan 17.00 í Iðnó. 45 verkefni, hópar og einstaklingar eru tilnefndir til verðlaunanna í ár í níu flokkum; kvikmyndum, leiklist, dansi, tónlist, myndlist, arkitektúr, hönnun, bókmenntum og fræðum. Auk þessara níu verðlauna veitir forseti Íslands sérstök heiðursverðlaun og lesendaverðlaun dv.is verða afhent.

Nú stendur yfir netkosning á dv.is þar sem lesendum gefst tækifæri til að kjósa þá tilnefningu sem þeim líst best á – sú tilnefning sem hlýtur flest atkvæði í netkosningunni sem lýkur á miðnætti 14. mars hreppir lesendaverðlaun dv.is. Hægt er að skoða allar tilnefningarnar og taka þátt í kosningunni á http://www.dv.is/fbkosning/menningarverdlaun-dv-2016/

TAKTU ÞÁTT Í KOSNINGUNNI

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.