Menning

Opnar hótel með „versta útsýni í heimi“

Laumulistamaðurinn Banksy hefur opnað hótel við aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum í Palestínu

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 12. mars 2017 22:00

Þekktasti laumulistamaður heims Banksy hefur opnað 10 herbergja hótel í Betlehem á vesturbakkanum í Palestínu. Hótelið, sem er allt í senn gistiheimili, listasafn, innsetning og pólitískur mótmælagjörningur, er staðsett fyrir neðan umdeildan 650 kílómetra múr sem skilur að landsvæði Palestínumanna og landnemabyggðir Ísraela á vesturbakkanum. Gluggar allra herbergjanna snúa út að múrnum, en listamaðurinn segir raunar að ekkert hótel í heiminum hafi verra útsýni en þetta. Hótelið er uppfullt af listaverkum eftir Banksy og er innvolsið sagt vísa á dystópískan hátt í nýlendusögu svæðisins.

Banksy vakti upphaflega athygli fyrir snjöll og gagnrýnin götulistaverk en hefur í auknum mæli verið að færa sig í pólitísk konseptlistaverk á mun stærri skala. Fyrir tveimur árum opnaði hann til að mynda skemmtigarð í Bretlandi. Tækin og listaverkin í garðinum voru notuð til að deila á viðbrögð Evrópu við flóttamannastraumnum, gagnrýna lögregluofbeldi og stríð.

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Á þessum degi
Menning
Fyrir 3 dögum

Boðsmiðaleikur: Hversu vel þekkir þú Mamma Mia og ABBA? – Taktu prófið!

Boðsmiðaleikur: Hversu vel þekkir þú Mamma Mia og ABBA? – Taktu prófið!
Menning
Fyrir 3 dögum

Ný stikla fyrir Bohemian Rhapsody er komin út

Ný stikla fyrir Bohemian Rhapsody er komin út
Menning
Fyrir 5 dögum

Mannfræði á krakkamáli – Börn vinna með fyrirbærið þjóð

Mannfræði á krakkamáli – Börn vinna með fyrirbærið þjóð
Menning
Fyrir 5 dögum

SKÚLPTUR 2018 – Sköpunarkraftur Gerðar Helgadóttur leiðarstef

SKÚLPTUR 2018 – Sköpunarkraftur Gerðar Helgadóttur leiðarstef
Menning
Fyrir 1 viku

Rokkhátíðin Eistnaflug fer vel af stað – Eftirpartý í Blúskjallaranum

Rokkhátíðin Eistnaflug fer vel af stað – Eftirpartý í Blúskjallaranum
Menning
Fyrir 1 viku

Meistarar dauðans hita upp fyrir Skálmöld á tvennum tónleikum

Meistarar dauðans hita upp fyrir Skálmöld á tvennum tónleikum