fbpx
Menning

Opnar hótel með „versta útsýni í heimi“

Laumulistamaðurinn Banksy hefur opnað hótel við aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum í Palestínu

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 12. mars 2017 22:00

Þekktasti laumulistamaður heims Banksy hefur opnað 10 herbergja hótel í Betlehem á vesturbakkanum í Palestínu. Hótelið, sem er allt í senn gistiheimili, listasafn, innsetning og pólitískur mótmælagjörningur, er staðsett fyrir neðan umdeildan 650 kílómetra múr sem skilur að landsvæði Palestínumanna og landnemabyggðir Ísraela á vesturbakkanum. Gluggar allra herbergjanna snúa út að múrnum, en listamaðurinn segir raunar að ekkert hótel í heiminum hafi verra útsýni en þetta. Hótelið er uppfullt af listaverkum eftir Banksy og er innvolsið sagt vísa á dystópískan hátt í nýlendusögu svæðisins.

Banksy vakti upphaflega athygli fyrir snjöll og gagnrýnin götulistaverk en hefur í auknum mæli verið að færa sig í pólitísk konseptlistaverk á mun stærri skala. Fyrir tveimur árum opnaði hann til að mynda skemmtigarð í Bretlandi. Tækin og listaverkin í garðinum voru notuð til að deila á viðbrögð Evrópu við flóttamannastraumnum, gagnrýna lögregluofbeldi og stríð.

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 2 dögum

Hvaða kvikmynd verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna?

Hvaða kvikmynd verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna?
Menning
Fyrir 2 dögum

Jarl Sigurgeirsson ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja

Jarl Sigurgeirsson ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja
Menning
Fyrir 3 dögum

Bókin um gleðina – Varanleg hamingja í breytilegum heimi

Bókin um gleðina – Varanleg hamingja í breytilegum heimi
Menning
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stemninguna á Eistnaflugi 2018

Sjáðu stemninguna á Eistnaflugi 2018
Menning
Fyrir 5 dögum

Ronja ræningjadóttir fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins – Höfundur tónlistar verður gestur á frumsýningu

Ronja ræningjadóttir fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins – Höfundur tónlistar verður gestur á frumsýningu
Menning
Fyrir 5 dögum

Judas Priest spila í Laugardalshöllinni

Judas Priest spila í Laugardalshöllinni