fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Egill ætlar að trolla á Feneyjatvíæringnum

Tröllin Ūgh og Bõögâr eru sögð munu skapa listaverk fyrir hönd Íslands í Feneyjum

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 6. febrúar 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson hefur lýst því yfir að það verði ekki hann sjálfur heldur tröllin Ūgh og Bõögâr sem muni skapa listaverk og sýna í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum 2017 sem hefst 13. maí og stendur yfir fram í nóvember.

Þessu er haldið fram í tilkynningu frá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM). Verkið sem verður sent á myndlistarhátíðina fyrir hönd Íslands mun nefnast Out of controll og gefur orðaleikurinn einmitt til kynna að það séu tröllin sem sitji nú við stjórnvölinn. Stefanie Böttcher, safnstjóri Kunsthalle Mainz, mun vera sýningarstjóri tröllanna.

Þó að tilkynning KÍM sé ítarleg er engu að síður erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir því hvers konar verk Íslendingar senda til Feneyja, en að sögn sýningarstjórans er þetta „metnaðarfyllsta verk Egils Sæbjörnssonar til þessa.“

Áþreifanlegur handanheimur

Allt frá því að tilkynnt var í júní í fyrra að Egill Sæbjörnsson myndi taka þátt í Feneyjatvíæringnum 2017 fyrir hönd Íslands hefur listamaðurinn talað dulúðlega um verkefnið og ítrekað nefnt tröll sem mögulega þátttakendur í verkinu.

Nýjustu upplýsingar um verkið eru í sama anda: „Þó að Ūgh og Bõögâr líti út fyrir að koma úr horfnum furðuheimi verður þessi handanheimur æ áþreifanlegri eftir því sem maður eyðir meira tíma með tröllunum í Out of controll in Venice. Egill telur að tröllin séu nú þegar hluti af hans eigin veruleika, en hann rakst fyrst á þau á Íslandi árið 2008. Hvert sem Egill fer fylgja tröllin honum. Þau hafa meira að segja stigið í listræn fótspor hans, deilt með honum vinnurými í Berlín, skapað listaverk og kynnt sýningar,“ segir meðal annars í tilkynningu.

Í bók sem hægt er að nálgast á vefsíðu KÍM lýsir Egill samskiptum sínum við tröllin í máli og myndum, hvernig hann kynntist þeim og hvernig þau sannfærðu hann um að fá að taka þátt í í tvíærningnum

Umvefjandi þátttökukynningi

Í tilkynningunni segir enn fremur að verkið muni ná út fyrir sjálfan skálann sem á að hýsa verkið, bæði í tíma og rúmi.

„Frá og með deginum í dag, þar til Feneyjatvíæringurinn 2017 hefst og jafnvel enn lengur munu Ūgh og Bõögâr lauma sér inn í líf okkar – ekki aðeins líf listamannsins. Smám saman mun æ fleira fólk dragast inn í heim þeirra og finna þar allt frá tröllslegum hugsunum og listaverkum til tónlistar þeirra og matarvenja (þau elska að borða fólk). Hápunktur þessara samskipta verður risavaxin þátttökukynning sem mun umvefja gestina og sýna heiminum hina glaðlegu og ógnvekjandi sambúð Íslendinga og tröllanna. Þannig mun hún sýna hvernig einföld samskipti geta að lokum þróast yfir í djúpan skilning sem umbreytir sjónarhorni okkar, hugmyndum um sannleika og raunveruleika, og sambandi okkar við umheiminn.“

Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri KÍM, segir að á undanförnum árum hafi íslenski skálinn oftar en ekki verið notaður sem vettvangur til að leysa upp félagslegar byggingar hvort sem það hafi verið tiltekin hugmyndafræði, þjóðernislegar hugmyndir eða goðsögnin um listamanninn. „Þessi hefð heldur áfram með Out of controll in Venice þar sem mörk milli hins raunverulega og ímyndaða hverfa algjörlega og við erum dregin inn í töfrandi en hrikalegan heim tröllanna tveggja.“

Meira um Egil Sæbjörnsson og Feneyjartvíæringinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Axel fer yfir ákvörðun sína – „Ég myndi ekki velja þann stað með sjö mánaða gamalt barn“

Axel fer yfir ákvörðun sína – „Ég myndi ekki velja þann stað með sjö mánaða gamalt barn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast