Raftónlistarveisla í Hörpu

Fatboy Slim, De La Soul, Moderat og GusGus voru meðal listamanna á Sónar Reykjavík 2017

Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson

Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fór fram í fimmta skipti í Hörpu um helgina. Gestir frá öllum heimshornum mættu til landsins og hlýddu á fjölda íslenskra og erlendra listamanna leika tónlist sína. Meðal þeirra sem komu fram voru Fatboy Slim, De La Soul, Moderat, Giggs og GusGus. Davíð Þór Guðlaugsson mætti á svæðið fyrir hönd DV og fangaði rafmagnaða stemninguna í þessum frábæru ljósmyndum.

Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson
Daníel Ágúst var í miklu stuði þegar GusGus lék í Silfurbergi á laugardagskvöld.
Teknókóngarnir Daníel Ágúst var í miklu stuði þegar GusGus lék í Silfurbergi á laugardagskvöld.
Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson
Alvia Islandia er einn mest spennandi rapparinn á Íslandi í dag, en hún flutti nokkur lög af plötu sinni Bubblegum Bitch á hátíðinni.
Tyggjótík Alvia Islandia er einn mest spennandi rapparinn á Íslandi í dag, en hún flutti nokkur lög af plötu sinni Bubblegum Bitch á hátíðinni.
Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson
Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson
Sjónræni þátturinn í tónleikum þýsku hljómsveitarinnar Moderat var glæsilegur.
Moderat Sjónræni þátturinn í tónleikum þýsku hljómsveitarinnar Moderat var glæsilegur.
Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson
Aron Can er einn efnilegast tónlistarmaður landsins um þessar mundir og tók lög af stuttskífunni vinsælu „Þekkir stráginn“ á Sónar.
Þekkir þú stráginn? Aron Can er einn efnilegast tónlistarmaður landsins um þessar mundir og tók lög af stuttskífunni vinsælu „Þekkir stráginn“ á Sónar.
Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson
Spretthlauparinn Ari Kári Bragason og félagar í Dillalude léku tónlist til heiðurs bandaríska taktsmiðnum J-Dilla.
Dillalude Spretthlauparinn Ari Kári Bragason og félagar í Dillalude léku tónlist til heiðurs bandaríska taktsmiðnum J-Dilla.
Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson
Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson
Rappgoðsagnirnar í De La Soul lögðu mikla áherslu á að fá áhorfendur til að syngja og hrópa með á tónleikum á laugardagskvöld.
De La Soul Rappgoðsagnirnar í De La Soul lögðu mikla áherslu á að fá áhorfendur til að syngja og hrópa með á tónleikum á laugardagskvöld.
Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson
Norman Cook spilaði margar af sínum þekktustu tónsmíðum í Silfurbergi.
Fatboy Slim Norman Cook spilaði margar af sínum þekktustu tónsmíðum í Silfurbergi.
Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.