fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Young Thug kemur til Íslands

Einn vinsælasti rappari heims um þessar mundir kemur fram í Laugardalshöll

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 2. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski rapparinn Young Thug kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll 7. júlí næstkomandi. Það eru tónleikafyrirtækið Hr. Örlygur og Kronik sem standa fyrir tónleikunum og segja að fleiri listamenn muni koma fram á tónleikunum sem verði „sannkölluð rappveisla.“

Young Thug, eða Jeffrey Lamar Williams, er 25 ára rappari frá Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann vakti fyrst athygli í meginstraum bandarískrar rapptónlistar árið 2014 með lögunum Stoner og Danny Glover. Hann hefur verið sagður einn ófyrirsjáanlegasti og sérkennilegasti karakter í hip hop-heiminum í dag. Bæði rappstíllinn og fatastíllinn er einkennandi, en hann er oftar en ekki klæddur í kvenmannsföt og ögrar þannig stöðluðum hugmyndum um karlmennsku í rappheiminum.

Young Thug gaf út þrjár plötur á síðasta ári og komust þær allar ofarlega á vinsældalista í Bandaríkjunum. Platan Jeffrey sem kom út í ágúst var þá ofarlega á listum nokkurra virtra tónlistartímarita yfir bestu plötur ársins, þeirra á meðal Rolling Stone, Pitchfork og SPIN.

Miðasala hefstt á Tix.is fimmtudaginn 9. febrúar, en degi fyrr ef miðar eru keyptir í gegnum Aur-appið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa