Menning

Vinátta, rómantík og ættjarðarást einkenna nýja plötu Ólafs F.

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. desember 2017 10:41

Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, hefur nú gefið út sína aðra plötu. Fylgir hann þar með eftir plötunni Ég elska lífið sem kom út í fyrra en nýja platan heitir Vinátta.

Í samtali við DV segir Ólafur að það sem einkenni plötuna sé vinátta, eins og nafn hennar gefur til kynna, rómantík og ættjarðarást.

Óhætt er að segja að Ólafur fái í lið með sér margt hæfileikafólk úr íslenskri tónlist á þessari plötu og má þar fyrstan telja Vilhjálm Guðjónsson sem útsetur nær öll lög Ólafs. Meðal annarra sem komu að henni má nefna Gunnar Þórðarson sem sér um útsetningu og hljóðfæraleik í tveimur lögum. Þá syngur Elmar Gilbertsson eitt lag á plötunni og Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir syngur síðasta lagið, Lítið vögguljóð. Vilhjálmur Guðjónsson

Plata Ólafs er fáanleg í 12 tónum á Skólavörðustíg. Ólafur samdi sjálfur öll lög plötunnar og öll ljóðin, að einu undanskildu sem afi Ólafs, Magnús Jónsson, samdi.

Ólafur frumsýndi í gær myndband við titillag plötunnar og má sjá það hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 4 dögum

Kristborg Bóel býður á trúnó

Kristborg Bóel býður á trúnó
Menning
Fyrir 4 dögum

Ólöf Rún afhjúpar listaverk í Landbroti

Ólöf Rún afhjúpar listaverk í Landbroti
Menning
Fyrir 5 dögum

Rapparinn KÁ/AKÁ sendir frá sér nýtt lag: „Hér fáið þið að heyra mjúku hliðina á mér“

Rapparinn KÁ/AKÁ sendir frá sér nýtt lag: „Hér fáið þið að heyra mjúku hliðina á mér“
Menning
Fyrir 5 dögum

Ritdómur um „Þorpið sem svaf“: Ljóslifandi persónur úr þorpi

Ritdómur um „Þorpið sem svaf“: Ljóslifandi persónur úr þorpi
Menning
Fyrir 6 dögum

Ritdómur um „Hinir smánuðu og svívirtu“: Sálkönnuðurinn Dostojevskí

Ritdómur um „Hinir smánuðu og svívirtu“: Sálkönnuðurinn Dostojevskí
Menning
Fyrir 1 viku

Jóhann les Harry Potter hljóðbækur á íslensku

Jóhann les Harry Potter hljóðbækur á íslensku