Fyrsta platan í fjögur ár

Einhver allra vinsælasti og umdeildasti rappari allra tíma, Eminem, sendi frá sér sína níundu breiðskífu í vikunni, þá fyrstu í fjögur ár. Platan sem nefnist Revival hefur fengið ylvolga dóma, rapparinn þykir vera pólitískt meðvitaðri en leggur ekki jafn mikla áherslu á að hneyksla og móðga og áður. Í einu leigi spreytir Eminem sig á trap-stílnum sem hefur verið svo áberandi að undanförnu en að mestu leyti er platan nokkuð hefðbundið popprapp með léttum rokkáhrifum. Meðal gesta á plötunni eru poppstjörnurnar Beyoncé, Ed Sheeran, X Ambassadors, Alicia Keys og Pink.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.