Nýtt og gott á Netflix

Comedians in Cars Getting Coffee (Frumsýnt í janúar 2018)

Sjónvarpsgoðsögnin Jerry Seinfeld fer á rúntinn með öðrum grínistum eða frægum einstaklingum og spjallar við þá yfir kaffibolla. Þættirnir voru áður sýndir á netinu en mæta á Netflix á nýju ári. Áhorfendur eiga von á góðu en í einum þættinum fór hann með Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, í bíltúr um lóðina við Hvíta húsið.

The Toys That Made Us

Átta heimildaþættir þar sem farið er yfir sögu og menningu vinsælla leikfanga. Skylduáhorf fyrir þá sem áttu eða eiga He-Man-karla eða Barbie-dúkkur.

Dirty Money (Frumsýnt í janúar 2018)
Mynd: Reuters

Heimildamyndagerðarmaðurinn Alex Gibney, sem gerði meðal annars Going Clear, fer í saumana á spillingu og græðgi í heimi alþjóðlegra viðskipta í nýjum þáttum sem verða frumsýndir í janúar. Öllum steinum verður velt við og verður meðal annars fjallað um viðskipti Donalds Trump Bandaríkjaforseta í einum þættinum.

La casa de papel

Spænskir sjónvarpsþættir um hóp þjófa sem ætla sér að ráðast inn í spænsku myntsláttuna og prenta 2,4 milljarða evra í reiðufé. Til þess þarf að taka fjölda manns gíslingu og vara sig á lögreglunni. Þættirnir eru 15 talsins og voru fyrst sýndir í spænsku sjónvarpi frá maí til nóvember á þessu ári. Allir þættirnir fara í sýningu á Netflix nú í desember.

Ekki missa af

Conspiracy

Þeir sem trúa á samsæriskenningar og þeir sem efast stórlega ræða um hin og þessi samsæri í heimildaþáttum sem byrjuðu í sýningu árið 2015 og héldu áfram í ár. Rætt er á yfirvegaðan hátt um hluti á borð við tilvist geimvera og meint samband þeirra við leyniþjónustu víða um heim. Einnig er farið yfir samsæriskenningar tengdar síðari heimsstyrjöld, morðið á Robert F. Kennedy og hvort NASA kom í raun og veru mönnum til tunglsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.