Sjálfsvíg skekur K-poppheiminn

Ein stærsta poppstjarna Asíu tók eigið líf á mánudag
Jonghyun Ein stærsta poppstjarna Asíu tók eigið líf á mánudag

Ein allra vinsælasta poppstjarna Suður-Kóreu, söngvarinn Kin Jong-hyun – yfirleitt kallaður Jonghyun – er látin 27 ára að aldri. Jonghyun, sem var meðlimur í strákasveitinni Shinee, svipti sig lífi í íbúð sinni í Seúl á mánudag, eftir að hafa sent systur sinni lokakveðju í sms-skilaboðum.

Suðurkóresk popptónlist, yfirleitt kölluð K-Pop, hefur notið alheimsvinsælda á undanförnum áratugum, og Shinee er ein þekktasta K-popsveit heims. Í kjölfar sjálfsvígsins hefur hafist gagnrýnin umræða um þá miklu pressu sem er á kóreskum popplistamönnum, sem eru þjálfaðir í poppakademíum frá unga aldri og gerð er ómanneskjuleg krafa varðandi útlit þeirra, hegðun og hæfileika.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.