Nýtt og gott á Netflix

Mindhunter


Mindhunter er sannsöguleg bandarísk spennuþáttaröð sem fjallar um alríkislögreglumenn og sálfræðing sem taka viðtöl við raðmorðingja í haldi í von um að leysa glæpi. Þættirnir, sem gerast árið 1977, eru framleiddir af David Fincher, leikstjóra Fight Club og Zodiac, og leikkonunni Charlize Theron.

Dark


Dark er þýsk þáttaröð, sem lýst er sem „fjölskyldusögu af yfirnáttúrulegum toga.“ Þættirnir fjalla um fjórar fjölskyldur í þýskum bæ, þegar tvö börn hverfa sporlaust koma brotin sambönd og tvöfalt líferni upp á yfirborðið, auk yfirnáttúrulegs leyndarmáls sem rekja má til ársins 1986.

Shot in the Dark


Shot in the Dark eru bandarískir heimildarþættir þar sem fylgst er með tökumönnum í Los Angeles sem selja myndbrot til fréttastofa. Þetta er harður heimur og það þarf oft að hafa mikið fyrir því að ná góðu skoti af einhverju fréttnæmu til að selja.

Wormwood


Um er að ræða leikna heimildarþætti þar sem rannsakað er dularfullt andlát vísindamannsins Frank Olson fyrir rúmlega 60 árum. Kafað er ofan í heim leyniþjónustunnar CIA þar sem blandað er saman sannleik og leiknum atriðum til að fletta hulunni ofan af leyndarmálum kalda stríðsins.

Dave Chappelle: Equanimity (Fer í sýningu á gamlársdag)

Mynd: MATHIEU BITTON

Grínistinn óborganlegi Dave Chappelle er mættur aftur. Þættirnir hans sem sýndir voru snemma á öldinni vöktu mikla lukku en lítið heyrðist í Chappelle eftir það fyrr en á þessu ári þegar hann gaf út tvo þætti með nýju uppistandi, þriðji þátturinn, Equanimity, fer í sýningu á gamlársdag.

The Crown, önnur þáttaröð


Þættirnir um fyrstu ár Elísabetar II Bretadrottningar halda áfram. Að þessu sinni byrja þættirnir á deilunni um Súez-skurðinn en fara síðan að fjalla um samfélagsbreytingar sjöunda áratugarins, allt séð frá sjónarhóli hinnar ungu Bretadrottingar sem leikin er af Oliviu Colman. Það má búast við íburðarmiklum búningum og tilgerðarlegum en raunsæjum samræðum um hversu erfitt það er að vera þjóðhöfðingi.

Manhunt: Unabomber


Átta þættir með stórleikurunum Sam Worthington og Paul Bettany um leit Alríkislögreglunnar að sprengjumanninum Ted Kaczynski. Leitin að Kaczynski tók langan tíma, einblína þættirnir á leit lögreglumannsins sem notaði nýstárlegar aðferðir til að hafa hendur í hári sprengjumannsins og skyggst er inn í myrkan huga Kaczynskis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.