Svona færðu þér Netflix

Mynd: Reuters

Netflix nýtur vaxandi vinsælda um allan heim og er Ísland engin undantekning í þeim efnum. Sífellt fleiri heimili eru með aðgang að þessari vinsælu efnisveitu sem býður upp á fjölbreytt afþreyingarefni á mjög hóflegu verði, í samanburði við það sem gengur og gerist hér á landi. En hvernig fær maður sér Netflix, hverjir eru kostirnir og gallarnir við það og hvað kostar það? Hér að neðan má nálgast nokkra fróðleiksmola um Netflix.

  1. Þú þarft að hafa nettengda tölvu eða spjaldtölvu sem getur notað Netflix-smáforritið, nettengt snjallsjónvarp eða tæki á borð við Apple TV.

  2. Þú þarft að vera með netáskrift sem heimilar mikið erlent niðurhal þar sem flest efni á Netflix er hýst í Hollandi.

  3. Þegar þú hefur nálgast Netflix-forritið þá býrðu til aðgang og kaupir þér áskrift í gegnum netið með debet- eða kreditkorti.

Kostir: Ódýrt, áskrift kostar á milli 1000 og 2000 krónur á mánuði, fyrsti mánuðurinn er frír. Þú getur horft á heilar þáttaraðir í röð án þess að þurfa að bíða eftir næsta þætti. Mikið úrval af þáttum og myndum. Netflix mælir svo með þáttum og myndum í takt við það sem þú hefur áhuga á. Það er alltaf hægt að horfa í gengum vefsíðu Netflix og nýrri tegundir af snjallsímum geta notað Netflix-smáforritið.

Gallar: Ekki nógu mikið af íslensku efni, efni með íslensku tali eða íslenskum texta. Sumt efni er ekki til á íslenska Netflix. Hugsanlegur aukakostnaður, þú þarft nettengingu og snjallsjónvarp eða tölvu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.