Sulta og meira á Sónar

Skoski plötusnúðurinn Denis Sulta er meðal þeirra 23 listamanna sem bættust við dagskrá Sónar Reykjavík í dag

hefur verið að gera það gott í heimi danstónlistarinnar að undanförnu og spilað á mörgum stærstu klúbbunum og hátíðunum að undanförnu,
Denis Sulta hefur verið að gera það gott í heimi danstónlistarinnar að undanförnu og spilað á mörgum stærstu klúbbunum og hátíðunum að undanförnu,

Tuttugu og þrír flytjendur bættust í dag við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík sem fer fram í Hörpu 16. til 17. mars næstkomandi. Meðal þeirra listamanna sem tilkynnt var að kæmu fram eru skoski húsplötusnúðurinn Denis Sulta, hin fjölmenningarlega tilrauna-r'n'b-tónlistarkona Lafawandah, og breski dubstep-frumkvöðullnn Kode9 sem mun flytja nýtt verk í anda gullaldar japanskra tölvuleikja yfir myndefni frá japanska anime-teiknaranum Kōji Morimoto.

Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar kemur einnig fram að raftónlistarsíðan Resident Advisor muni stýra sérstakri klúbbadagskrá í bílakjallara Hörpu.

Þeir listamenn sem bætast við dagskrána eru auk hinna þriggja fyrrnefndu Lorenzo Senni (IT), Hildur Guðnadóttir, Moor Mother (US), Klein (UK), Serpentwithfeet (US), JASSS (ES), Lord Pusswhip, Silvia Kastel (IT), Countess Malaise, CAO (PE), Sunna, Julián Mayorga (CO), Intr0beatz, Yagya, Jónbjörn, Skeng, Cold, Andartak og Simon fkndnsm.

Áður hefur verið tilkynnt að Danny Brown, Nadia Rose, Lena Willikens, Bad Gyal, Jlin, Bjarki, Eva808, Högni og JóiPé og Króli komi fram á hátíðinni auk fjölda annarra listamanna.

Hér fyrir neðan má heyra tónlist frá nokkrum af þeim listamönnum sem koma fram á Sónar Reykjavík 2018.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.