25 bestu plötur ársins að mati Kraums

Joey Christ, Biogen, Cyber, JFDR og Nordic Affect meðal tilnefndra

Rapphljómsveitin Cyber er tilnefnd til Kraumsverðlaunanna fyrir fyrstu breiðskífu sína, Horror.
Tilnefndar Rapphljómsveitin Cyber er tilnefnd til Kraumsverðlaunanna fyrir fyrstu breiðskífu sína, Horror.
Mynd: Hrefna Björg Gylfadóttir

Í dag, föstudaginn 1. desember, var úrvalslisti tónlistarsjóðsins Kraums kynntur. Á listanum eru þær 25 plötur sem þykja hafa skarað fram úr í íslenskri tónlist á árinu og eiga möguleika á að hljóta plötuverðlaun Kraums sem verða veitt síðar í mánuðinum. Allar íslenskar plötur sem komið hafa út á árinu eiga möguleika á að komast á Kraumslistann, hvaða tónlistarstefnu sem þær tilheyra og hvort sem þær hafa verið gefnar út á geisladisk og/eða vínyl, eða aðeins á netinu – í ár fór dómnefndin í gegnum 374 útgáfur.

Kraumur er sjálfstætt starfandi tónlistarsjóður á vegum Auroru velgerðarsjóðs, og hefur hann það að meginhlutverki að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan. Sjóðurinn hefur veitt Kraumsverðlaunin árlega frá árinu 2008 og er þetta í því í tíunda sinn sem verðlaunin eru veitt.

Eftirfarandi plötur eru á úrvalslista Kraumsverðlaunanna árið 2017.

 • Alvia Islandia - Elegant Hoe 
 • Baldvin Snær Hlynsson - Renewal
 • Bára Gísladóttir - Mass for Some
 • Biogen - Halogen Continues
 • Bjarki - THIS 5321
 • Cyber - Horror
 • Dodda Maggý - C series
 • Elli Grill & Dr. Phil - Þykk Fitan Vol. 5
 • Eva808 - Prrr 
 • GlerAkur - The Mountains Are Beautiful Now 
 • Godchilla - Hypnopolis
 • Fersteinn - Lárviður
 • Hafdís Bjarnadóttir - Já
 • Hatari - Neysluvara EP
 • JFDR - Brazil
 • Joey Christ - Joey
 • kef LAVÍK - Ágæt ein: Lög um að ríða og / eða nota fíkniefni
 • Legend - Midnight Champion
 • Nordic Affect - Raindamage
 • Pink Street Boys - Smells like boys
 • SiGRÚN - Smitari
 • Sólveig Matthildur - Unexplained miseries & the acceptance of sorrow
 • Úlfur - Arborescence
 • Volruptus - Hessdalen
 • World Narcosis - Lyruljóra

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.