fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Undur vináttu og samkenndar

Bíódómur: Wonder

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. nóvember 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Wonder er byggð á samnefndri metsölubók R. J. Palacio og fjallar um Auggie, sem er 10 ára og einstakari en aðrir, þar sem hann er afskræmdur í andliti vegna litningagalla, sem fjölmargar aðgerðir hafa ekki náð að laga.

Hann býr með foreldrum sínum, eldri systur og hundi og hefur aldrei gengið í skóla, heldur hefur móðir hans kennt honum heima. En nú á hann að fara í alvöruskóla í fyrsta skipti og eins og mamma hans segir „það eru allir nýjir þar, ekki bara þú.“ Staðreyndin er hins vegar sú að Auggie sker sig úr á allan hátt, bæði útlitslega, félagslega og vitsmunalega. Hvernig mun honum farnast í skólanum, þar sem börn eru stundum vond við hvert annað, enda vita þau oft ekki betur.

Í helstu hlutverkum eru Jacob Tremblay sem leikur Auggie, Julia Roberts og Owen Wilson sem leika foreldra hans og Izabela Vidovic sem leikur systur hans.

Bókin Wonder er frumraun R. J. Palacio og er skrifuð sem barnabók. Sannsögulegt atvik og lag var kveikjan að bókinni. Palacio var ásamt þriggja ára gömlum syni sínum að kaupa ís þegar hún tók eftir að í röðinni stóð stúlka með fæðingargalla í andliti. Palacio hafði áhyggjur af að sonur hennar myndi bregðast illa við gagnvart stúlkunni og ákvað að taka hann úr röðinni til að koma ekki stúlkunni eða foreldrum hennar í uppnám, en sú ákvörðun hennar gerði ástandið aðeins verra. Lag Natalie Merchant, Wonder, gaf henni þá hugmynd að atvikið gæti kennt samfélagslega hegðun. Hún nefndi bókina eftir laginu og viðlag lagsins er jafnframt formáli bókarinnar.

Myndin Wonder er góð mynd með úrvalsleikurum, þekktum sem óþekktum, í öllum hlutverkum. Barnahópurinn stendur sig afbragðs vel, bæði þau góðu, slæmu og hlutlausu. Sagan er sögð út frá sjónarhóli Auggie, systur hans, vinkonu hennar og skólabróður Auggie, enda sér ekkert okkar atvik eða aðstæður með sömu augum

„Nema hvað ég veit að í augum annarra er ég þessi manneskja, kannski í augum hvers einasta í öllum salnum. En í mínum augum er ég bara ég. Venjulegur krakki.“

Wonder fjallar um samskipti í mörgum myndum, foreldra og barna, kennara og nemanda, barna, vina, bæði góð og slæm. Auggie og saga hans er veigamest, en atvik úr lífi annarra sögupersóna sem hafa áhrif á gjörðir þeirra koma einnig við sögu. Saga Auggie sýnir okkur hvernig við getum blómstrað eða ekki, eftir því hvaða áhrif samskipti, samskiptaleysi og afskiptaleysi annarra hafa á okkur.

Þó að Wonder sé mynd sem má horfa á hvenær sem er og er líklegt að þú munir horfa á oftar en einu sinni, þá kemur hún í sýningu á hárréttum tíma, á jólunum þegar við tökum til í dagskránni og hjartanu og sinnum því betur sem skiptir okkur mestu máli, þeim og því sem við elskum. Taktu börnin þín og/eða aðra sem þú elskar með á Wonder. Höfum hugfast að við erum öll einstök, hvert á okkar hátt.

Niðurstaða: Myndin Wonder er einstök mynd, falleg, hugljúf og mannbætandi. Mynd sem yljar manni í hjartanu, fær mann til að tárast og trúa á að við getum öll verið góð við hvert annað.

Kvikmyndin Wonder er komin í sýningar í Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“