fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Heillandi heimur suður-amerískra smásagna

Bókin Smásögur heimsins – Rómanska Ameríka kynnt í Hörpu í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. nóvember 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókaflokkurinn Smásögur heimsins er metnaðarfullt útgáfuverkefni hjá bókaútgáfunni Bjarti. Í fyrra kom út fyrsta bókin í flokknum þar sem smásögur frá Norður-Ameríku voru birtar. Var þar að finna nokkur helstu snilldarverk kanadískra og bandarískra smásagna í vönduðum íslenskum þýðingum. Núna er komin út önnur bókin í flokknum en hún er með úrvali smásagna frá Suður-Ameríku. Þar kveður við annan og ævintýralegri tón.

Aðalhugmyndasmiður og einn af ritstjórum ritraðarinnar er Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur, þýðandi og forstöðumaður Ritlistarbrautar HÍ. Rúnar segir um bókina:

„Þetta eru sögur sem rífa í, sem róta í manni en bjóða fagurkerum um leið upp á mikinn lestrarunað. Þarna er látið reyna á smásagnaformið á annan hátt en í Norður-Ameríku þar sem raunsæið er ofar hverri kröfu. Hjá smásagnahöfundum í Suður-Ameríku eru ýmsar stílfærslur algengar, töfraraunsæi er beitt og fantasíu af ýmsu tagi en þó má einnig finna þarna flottar raunsæissögur, t.d. frá Brasilíu og Jamaíka. Útkoman er ofurlítill konfektkassi þar sem lesandinn getur bragðað á ýmsum molum og fengið um leið góða tilfinningu fyrir því sem stendur hjarta fólks næst í þessum heimshluta. Það þykjumst við í ritnefndinni geta fullyrt vegna þess að við höfum lesið margfalt fleiri sögur en þær sem birtast í bókinni.“

Í bókinni eru 22 sögur eftir 17 höfunda frá Suður-Ameríku og Karíbahafseyjum: Úrúgvæ, Chile, Argentínu, Mexíkó, Kólumbíu, Perú, Gvatemala, Brasilíu, Kostaríka, Dóminíska lýðveldinu, Jamaíka, Bólivíu, Kúbu, Martiník, Gvadelúp og Haíti. Þær eru allar þýddar úr frummáli sem eru aðallega spænska en einnig portúgalska, franska og enska. Bókin er annað bindið í röð safnrita sem ætlað er að spanna allar álfur heimsins. Í fyrra kom bindi helgað Norður-Ameríku og á næsta ári er von á bindi með sögum frá Asíu og Eyjaálfu.

Rúnar Helgi Vignisson
Rúnar Helgi Vignisson

Mynd: ©Kristinn Ingvarsson – kri@hi.is

Harðstjórn, vændi og stormasöm sambúð við Bandaríkin

„Það er stundum sagt að smásögur sýni heiminn í hnotskurn. Hér fáum við fjölbreytta innsýn í viðfangsefni fólks í þessum heimshluta. Hér eru sögur um harðstjórn, um fátækt, um konur sem neyðast til að selja sig, um stormasama sambúð við Bandaríkin. Í bakgrunni er svo iðulega heimur frumbyggja álfunnar, sagnahefð þeirra sem mig grunar að hafi haft talsverð áhrif á það sem kallað er töfraraunsæi og felur í sér að yfirnáttúrulegum atburðum er lýst eins og þeir væru hversdagslegir,“ segir Rúnar Helgi.

„Hér er ein frægasta saga töfraraunsæisins, „Mjög gamall maður með afar stóra vængi“ eftir Gabríel Garcia Márquez. Hún fjallar um vængjaðan mann sem lendir einn daginn í hversdagslegu þorpi og viðbrögð íbúanna við honum. Ingibjörg Haraldsdóttir hafði þýtt hana áður en hún lést og við fengum að nota þá fallegu þýðingu.“

„En þarna er líka hugljúf og einstaklega fallega skrifuð raunsæissaga eftir einn helsta smásagnahöfund Brasilíu, Clarice Lispector. Lítið atvik í strætó, þegar söguhetjan sér blindan mann, verður til þess að allt verður framandlegt í lífi hennar. Mikið næmi í þeirri sögu.“

Í bókinni má einnig finna eins konar táknsögu eftir Christinu Peri Rossi frá Úrugvæ, „Hlauparinn hrasar“, um frægan langhlaupara sem sér einn daginn í gegnum allt kapphlaupið í lífinu. Þá má nefna kynngimagnaða sögu um rakka eftir Patrick Chamoiseau frá Martiník, sögu sem kemur inn á þrælahaldið og nýlendutímann, eins og reyndar hin ótrúlega saga Augusto Monterroso frá Gvatemala, um mann sem tekur upp á því að selja hauskúpur innfæddra til útlanda.

Þannig sjáum við smátt og smátt fleiri birtingarmyndir formsins eftir því sem ritröðinni vindur fram. Þau sem lesa öll bindin munu fá alveg nýja heimsmynd, heimsmynd sem er dregin upp innanfrá, úr tilfinningakviku íbúa heimsins.

Í dag, sunnudag, kl. 13:30 mun Rúnar Helgi ásamt meðritstjóra sínum Jóni Karli Helgasyni spjalla um ritröðina á Bókamessu í Hörpu. Með þeim verður Áslaug Agnarsdóttir sem sendi nýlega frá sér þýðingar á sögum frá Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona