Bandarísku bókmenntaverðlaunin afhent

Jesmyn Ward hlýtur verðlaunin fyrir bestu skáldsöguna í annað sinn

Ein mikilvægustu bókmenntaverðlaun Bandaríkjanna, National Book Awards, voru afhent í New York á miðvikudag. Í flokki skáldsagna var það hin fertuga Jesmyn Ward sem hlaut verðlaunin í annað sinn, fyrir Sing, unburied, sing, sögu sem tekst á við kynþáttamismunun, fátækt og fjölskylduharm í Suðurríkjunum. Í ljóðaflokknum var það hinn 78 ára gamli Frank Bidart sem fékk verðlaunin fyrir ljóðasafnið Half-light, í flokki bóka fyrir ungt fólk hlaut Robin Benway viðurkenningu fyrir Far from the tree, og í flokki óskáldaðra bókmennta var það rússnesk-bandaríska blaðakonan Masha Gessen sem hlaut verðlaunin fyrir bókina The Future is History: How Totalitarianism Reclaimed Russia.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.