Lil Peep látinn

Bandaríski emo-rapparinn Lil Peep er látinn aðeins 21 árs að aldri. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp, en talið er að hann hafi látist af of stórum skammti af vímuefnum á miðvikudag.

Tónlistarmaðurinn, sem hét réttu nafni Gustav Åhr, vakti fyrst athygli fyrir rúmlega tveimur árum með tilfinningaþrungnu rappi þar sem hann talaði fjálglega um eiturlyfjaneyslu, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Hann þróaði áfram minni úr hefðbundinni emó-tónlist – þunglyndislegri og tilfinningalega þjakaðri rokktónlist – og blandaði saman við kalda hljóðmynd trap-tónlistar dagsins í dag.

Fyrsta plata Lil Peep, Come over when you're sober, pt. 1, kom út í sumar og höfðu margir fjölmiðlar spáð því að stjarna hans myndi rísa hratt á næstunni. Fjölmargir þekkir rapptónlistarmenn hafa vottað Lil Peep virðingu sína á samfélagsmiðlum, þar á meðal Diplo, Lil B og Post Malone.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.