fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Dauði njósnarans

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 4. nóvember 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðið þriðjudagskvöld hóf RÚV sýningar á breskum spennuþætti, London Spy. Bretar kunna sitthvað fyrir sér þegar kemur að gerð vandaðra spennuþátta og því voru væntingarnar nokkrar. Fyrsti þáttur var afar hægur, það er að segja í byrjun. Danny, sem er gefinn fyrir næturlíf, kynntist hinum dularfulla Alex og þeir felldu hugi saman. Í fyrsta þætti voru þeir mestan part í faðmlögum. Ég verð að viðurkenna að mér þótti það frekar einhæft áhorf. Ég hresstist því nokkuð þegar Alex hvarf skyndilega og Danny leitaði hans árangurslaust en fann síðan líkið af honum. Undir lok þáttarins kom í ljós að Alex hafði sagt sitthvað ósatt um hagi sína og var starfsmaður í bresku leyniþjónustunni. Danny er vitanlega miður sín yfir að hafa misst ástmann sinn svo sviplega og virðist ætla að leggjast í rannsókn á láti síns heittelskaða.

London Spy er áberandi vel leikinn þáttur. Þarna er Jim Broadbent í aukahlutverki og bregst ekki nú fremur en fyrri daginn. Þættirnir eru nokkuð drungalegir en vonandi á spenna eftir að læða sér þar inn. Svo þurfa þeir að enda almennilega. Maður er orðinn dauðþreyttur á þeim fjölmörgu framhaldsþáttum sem enda í lausu lofti þannig að maður andvarpar og segir: Var þetta nú allt og sumt? Um leið er auðvelt að afgreiða áhorfið sem tímaeyðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“