fbpx
Mánudagur 15.apríl 2024

Oddur um Ég vil það: „Bjölluspilið gerir þetta að „feel-good“ lagi“

DV dregur hljóðframleiðendurnir á bak við vinsælustu rapplög Íslands úr skugganum

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 9. október 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtalið er hluti af stærri umfjöllun DV um taktsmíði og hljóðframleiðslu í íslensku hip-hopi. Lestu greinina í heild sinni í helgarblaði DV sem kom út 6. október.


Oddur Þórisson

Maðurinn á bak við Ég vil það með Chase og JóaPé

Aldur: 18

Önnur nýleg lög: Chase – Þekkir þá, Chase – Blame Me.

Samstarfsfólk: Chase.

Forrit: Logic

Kannski óvæntasti smellur sumarsins var lagið „Ég vil það“ með söngvaranum Chase og rapparanum JóaPé. Lagið átti þátt í að skjóta frontmönnunum tveimur upp á stjörnuhimininnn, en maðurinn á bak við slagarann er hins vegar óþekktari, hinn 18 ára gamli Seltirningur Oddur Þórisson sem smíðar takt og melódíu lagsins.

Samstarf hans og Chase er það fyrsta sem vekur athygli á honum, en nokkur lög hafa komið út með þeim félögum undanfarið ár og stefna þeir á plötu á næstu vikum.

Oddur lærði á trompet á yngri árum en segist hafa haft lítinn áhuga. Hann fór hins vegar að smíða tónlist í tölvunni í kringum 11 ára aldurinn, fyrst í GarageBand en síðar í upptökuforritinu Logic. „Ég byrjaði eins og flestir í einhverju EDM-sýrupoppi, síðan fór ég út í hip-hop og það sem ég hef verið að gera með Chase er eitthvað nýstárlegt popp með hip-hop „elementum“,“ segir Oddur og nefnir Daft Punk, The Wekend og Drake sem áhrifavalda í tónsmíðunum.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=rOpHkPxfQAo&w=100&h=315]

Ég vil það var eitt allra mest spilaða lagið á íslenska Spotify í sumar og eru það ekki aðeins ógleymanlegar línur JóaPé á borð við „ég er slaggur að njódda og liffa“ sem hafa gert það að verkum, heldur einnig glaðlegur takturinn og grípandi viðlagið.

„Upphaflega átti þetta að vera frekar hefðbundið hip-hop lag, en svo ákvað ég að reyna að gera þetta svolítið poppaðra og Drake-legra. Ég vildi til dæmis ekki nota mikla hi-hata eins og er svo vinsælt í hip-hopi í dag, þótt ég hafi verið mjög nálægt því í lokin.

Ég er mikill aðdáandi þess að nota alvöru hljóðfæri. Það er svo lítið notað af þeim í nútímatónlist – og sérstaklega íslenskri tónlist. Í þessu lagi er það þetta bjölluspil og svo einhverjar plastpípur sem ég tók upp og spilaði svo inn með samplerum. Ég held að bjölluspilið sé það sem gerir lagið að þessu „feel-good“ lagi sem það er,“ útskýrir hann.

„Það er líka rosa skrýtið slagverk í þessu lagi, furðuleg hljóð – eins og til dæmis hljóð sem heyrist þegar ég tromma með nöglinni á tölvuna mína. Svo er þarna bassatromma og önnur sem ég er búinn að klippa botninn af og setja „chorus“ á. Þetta gerir lagið svolítið ryþmískara. Pælingin var að gera þetta allt svolítið lifandi. Það er oft sem menn mastera lögin þannig að allt sé frekar flatt, en það var mjög meðvitað að láta lagið byrja lágt og verða svo smám saman hærra.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=43dMpxuOQA0&w=100&h=315]


Sjá einnig: Úr skugga taktsins

Lestu einnig: Hljóðsmiðir rappsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Jói Kalli framlengir við KSÍ og mun áfram aðstoða Hareide

Jói Kalli framlengir við KSÍ og mun áfram aðstoða Hareide
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Smellti í nektarmynd til að sýna brúnkusprautunina

Smellti í nektarmynd til að sýna brúnkusprautunina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ósáttir með byrjunina en fullir sjálfstrausts – „Við þurfum að bæta okkar leik“

Ósáttir með byrjunina en fullir sjálfstrausts – „Við þurfum að bæta okkar leik“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ummæli Mourinho um hetju helgarinnar eldast ansi vel

Ummæli Mourinho um hetju helgarinnar eldast ansi vel
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit