fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Efnahagsleg fíkn

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 8. október 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur: Bryndís Loftsdóttir.

Mannskepnan er hégómleg og ánetjast auðveldlega völdum sínum og áhrifum. Vogaðir og
hugmyndaríkir eldhugar geta unnið kraftaverk fyrir samfélagið en einnig skilið eftir sviðna jörð. Og vitið bregst jafnvel lærðustu mönnum, þegar sigur virðist utan seilingar. Þá er aðkallandi málum sópað með þaulæfðum höndum, þegjandi undir teppi. Þversögn mannsins er margslungin og lýðræðið styður einfaldlega fjölmennasta svarið.

Ferðamannaiðnaðurinn er í stórsókn í litlum smábæ í Noregi í kjölfar heilsubaða sem nýlega hafa verið stofnuð. Læknirinn sem fékk hugmyndina að böðunum og starfar við þau, kemst að því að vatnslögnin hefur verið illa lögð þannig að eitrað efni úr jarðveginum berst í vatnið frá verksmiðju fósturföður eiginkonu hans. Hann vill umsvifalaust loka böðunum uns lagfæring hefur verið gerð. Bæjarstjórinn er á öðru máli og vill lítið gera úr málinu enda bæjarbúar nú efnahagslega háðir komu ferðamannanna.

Þetta er yrkisefni norska skáldjöfursins Henriks Ibsens í En folkefiende, sem frumsýnt var fyrir 135 árum. Leikritið á enn fullt erindi, jafnvel í upprunalegri útgáfu.

Ný leikgerð eftir leikriti

Gréta Kristín Ómarsdóttir og Una Þorleifsdóttir skrifa nýja leikgerð upp úr leikritinu. Í þessari útgáfu er verkið töluvert stytt, þrjár konur eru skrifaðar í hlutverk sem upphaflega voru ætluð körlum og verkið rammað inn í ákveðið tímaleysi. Stytting verksins kemur því miður niður á persónusköpun minni hlutverka. Það hefði því allt eins mátt ganga lengra og skrifa þær persónur sem ekkert skildu eftir sig, alveg út úr verkinu.

Ég var hins vegar hrifin af kynleiðréttingum höfunda. Ekki síst vegna afbragðs leiks Sólveigar Arnarsdóttur í hlutverki Stokkmanns bæjarstjóra. Tímaleysi verksins dró svolítið sálina úr sögunni og litlausir búningarnir undirstrikuðu einhverja deyfð sem dró persónusköpunina niður. Þau Sólveig Arnarsdóttir og Björn Hlynur Haraldsson, í hlutverki Stokkmann-systkinanna, sköruðu langt fram úr öðrum leikurum verksins í túlkun og krafti.

Sagt er að Ibsen hafi, líkt og fleiri leikskáld síns tíma, vandræðast með að skilgreina hvort verkið væri kómedía eða harmleikur. Það var helst að handrit og leikur Sólveigar daðraði við kómedíuna, ekki síst þegar hún lék sér með þekkta og þreytta pólitíska frasa í mögnuðu samtali sínu við áhorfendur. En þótt áhorfendum hafi verið ágætlega skemmt þá veikti þetta hliðarspor Petru bæjarstjóra. Það var miður því hún var svo stutt frá því að vinna áhorfendur á sitt band í afstöðu sinni gagnvart hinum skaðvænlegum heilsuböðum. En um leið og hún vakti hlátur þá tapaðist sú barátta. Sýningin hefði orðið magnaðri ef leikstjóri og höfundar leikgerðar hefðu af einlægni og afli annaðhvort staðið með Petru bæjarstjóra og áhrifafólki bæjarfélagsins og gert Tómasi erfiðara fyrir eða gefið honum kómíska spretti til jafns við systur sína. Þannig hefði barátta læknisins fyrir lokun heilsubaðanna orðið jafnari og meira spennandi.

Samstaðan með Tómasi var þess í stað alltaf fyrirliggjandi af hálfu aðstandenda sýningarinnar og salurinn stóð með lækninum allan tímann eða svo gott sem. Togstreitan í verkinu liggur hins vegar í ólíkri afstöðu systkinanna sem geta ekki með nokkru móti samþykkt skoðanir hvort annars og sveifla hjörtum áhorfenda á milli sín, enda hafa bæði nokkuð til síns máls.

Gangvirki úr Game of Thrones

Sigurður Sigurjónsson og Guðrún Gísladóttir brugðust ekki í sínum hlutverkum en það var óspennandi að sjá þau gera persónur sínar eldri og meira gamaldags en nauðsyn bar til. Hefði ekki verið eðlilegra að láta Martein og Ásláksen vera á sama aldri og þau sjálf? Og bera aldurinn jafnvel betur en aðrir, eins og efnameira fólk á gjarnan til. Aðrir leikarar fengu úr litlu að moða og náðu ekki að fylla stóra sviðið. Ég botnaði ekkert í útliti Katrínar, eiginkonu læknisins. Fötin virtust óþægilega þröng og stíf og hafa áhrif á sviðshreyfingar hennar og túlkun.

Sviðsmyndin líktist helst einhverju samblandi af háspennustaurum og gangvirki úr kynningarsenu Game of Thrones. Það mátti líka allt eins sjá fyrir sér að þarna efst sæti kónguló sem kastað hefði tröllvöxnum leggjum sínum yfir leiksviðið þar sem hún dansaði í hringi kringum ráðvillta bæjarbúa. Þetta virkaði þokkalega í flestum tilfellum en hefur eflaust ekki verið auðvelt í lýsingu. Í stuttu máli þá hefði gjarnan mátt vera meira kjöt á beinunum í þessari leikgerð leikritsins. Karaktersköpun aukaleikara var ábótavant, þeir voru óáhugaverðir og fylltu ekki út í sviðið. Þau Björn Hlynur Haraldsson og Sólveig Arnarsdóttir báru sýninguna hins vegar upp með afburðaleik og öryggi á sviði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“