Tom Petty er látinn

Forsprakki The Heartbreakers er látinn 66 ára að aldri

Mynd: DAVID RAE MORRIS / EPA

Bandaríski tónlistarmaðurinn og lagahöfundurinn Tom Petty lést í gær úr hjartaáfalli, 66 ára að aldri.

Petty varð stórstjarna í bandarísku rokki á seinni hluta áttunda áratugarins með hljómsveit sinni The Heartbreakers. Ásamt Bruce Springsteen og Bob Seger var hann í framvarðasveit rokkara sem gerðu einfalda og aðgengilega rokktónlist sem höfðaði til venjulegs vinnandi fólks í Bandaríkjunum, og hefur tónlist hann oft verið kennd við miðríkin og nefnd Hjartlendisrokk (e. Heartland rock).

Petty gaf út 20 hljóðversplötur á ferlinum, einn síns liðs, með The Heartbreakers og súpergrúppunni The Traveling Wilburys – og seldi meira en 80 milljónir eintaka. Hann samdi fjöldan allan lögum sem hafa náð miklum vinsældum, til að mynda Free Falling, American Girl, Mary Jane's Last Dance, Learning to Fly og I Won't Back Down.

Síðasta platan Tom Petty lauk við fyrir dauða sinn var með Mudcrutch, fyrstu hljómsveitinni sem hann hafði stofnað í heimabæ sínum Gainsville í Florida, en platan sem nefndist 2, kom út í maí í fyrra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.