fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ekki það Afganistan sem við erum vön að sjá

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 15. október 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RIFF færir okkur kvikmyndir á hvíta tjaldið sem við myndum annars ekki sjá. Leiknar myndir, heimildamyndir og stuttmyndir frá öllum heimshornum sem færustu sjóræningjar ættu í erfiðleikum með að finna á torrent-síðum. Fransk/þýska heimildamyndin Nothingwood er á boðstólum á hátíðinni nú í ár og getur svo sannarlega talist falinn gimsteinn.

Hamfarabíó

Myndin er gerð af tiltölulega óþekkum frönskum leikstjóra, Soniu Kronlund, sem fylgir kollega sínum, Salim Shaheen, eftir við kvikmyndatökur. Shaheen er afganskur leikstjóri og leikari sem hefur gert vel yfir 100 kvikmyndir en engin þeirra hefur ratað inn á kvikmyndagagnagrunninn IMDb og er titill heimildamyndarinnar skírskotun til þess. Shaheen segir sjálfur: „Bandaríkin hafa Hollywood, Indland hefur Bollywood, en Afganistan hefur Nothingwood … af því að við eigum ekkert.“

Myndir Shaheens eru gerðar fyrir ákaflega lítið fjármagn, með fámennu tökuliði, engu handriti og sömu leikurunum í öllum hlutverkum. Stuttmyndir framhaldsskólanema á Íslandi eru mun fagmannlegri en verk Shaheens. Í Nothingwood sjáum við þegar tökur á sjálfsævisögu hans standa yfir en söguþráðurinn virkar ansi samhengislaus, atriðin eru skelfilega illa leikin og oftar en ekki bresta leikararnir í söng og dans, eða réttara sagt hreyfa varirnar eftir vinsælum afgönskum popplögum. Fyrir vestræna áhorfendur virkar þetta eins og hreinasti kjánaskapur. En hvert sem Shaheen fer er honum fagnað eins og kvikmyndasnillingi.

Syndabælið Kabúl

Þessi mynd fangar áhorfandann algerlega og ástæðan er tvíþætt. Annars vegar er Shaheen sjálfur, sem er frakkur, fyndinn, óútreiknanlegur og hrífandi persónuleiki. Hann skammar sífellt tökulið sitt, sem er að miklu leyti samsett af sonum hans. Ef honum líkar ekki frammistaðan stekkur hann sjálfur fram fyrir myndavélina með tilþrifamiklum dansi og varahreyfingum. Hann stærir sig og skáldar sögur sem allir í kringum hann vita að eru þvættingur. Hann hrifsar vélbyssur af hermönnum og otar þeim að fólki. Svo býður hann fólki te. Hvert sem hann fer hópast fólk í kringum hann og hann nærist á athyglinni.

Hin ástæðan er sú að áhorfandinn fær að sjá þær hliðar Afganistan sem birtast ekki í fréttum. Við sjáum Kabúl sem frjálslynda borg þar sem konur ganga ekki um í búrkum og margar hverjar ekki einu sinni með slæður. Við sjáum brot úr poppmyndböndum sem verða að teljast nokkuð ögrandi, að minnsta kosti á mælikvarða þessa heimshluta. Einn leikaranna er klæðskiptingur með naglalakk og varalit og enginn virðist kippa sér upp við það. Neonlýstir skemmtistaðirnir minna helst á syndabælið Las Vegas. Í dreifbýlinu eru konurnar minna sýnilegar en umburðarlyndið þar virðist töluvert meira en við erum vön að sjá.

Í Nothingwood eru flestir hressir og kátir og taka sig mátulega alvarlega. En það sem slær áhorfandann er að allir sem koma við sögu eru markaðir af stríði. Í Afganistan hefur geisað nærri samfelld styrjöld síðan Sovétmenn réðust inn í landið fyrir tæpum 40 árum. Sumir bera líkamleg eða andleg sár, sumir hafa misst sína nákomnustu og sumir séð fólk drepið. Það versta við þetta er að fólkið virðist telja þetta eðlilegt ástand, enda þekkir það ekkert annað en stríð.

Niðurstaða

Það er varla hægt að hæla þessari mynd nógu mikið. Hún er í styttri kantinum, aðeins um 85 mínútur, og hvert einasta atriði er áhugavert á einhvern hátt. Myndin fær mann til að hugsa, hrífast með og skellihlæja. Vegna þess hversu alúðleg viðfangsefnin eru þá hlær maður með en ekki að þeim. Vonandi halda Shaheen og félagar áfram að gera gott-vont kvikmyndaefni og dreifa gleði hvert sem þeir fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“