fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Einn áhrifamesti listgagnrýnandi samtímans látinn

John Berger er látinn 90 ára að aldri

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Berger, rithöfundur og einn áhrifamesti listgagnrýnandi samtímans, er látinn 90 ára að aldri. Hann er fæddur í London Í Bretlandi, byrjaði ferilinn sem myndlistarmaður en hóf síðar að kenna teikningu, skrifa og sinna listgagnrýni, fyrst fyrir dagblaðið New Statesman.

Berger er einna þekktastur fyrir sjónvarpsþáttaröðina Ways of Seeing sem sýnd var á BBC árið 1972 og samnefnda bók sem var gefin út samhliða þáttunum. Í þáttunum fjallar Berger um fagurfræði vestrænnar menningar, breytt hlutverk listarinnar í samtímanum og varpar ljósi á hugmyndafræðina sem dylst í listaverkunum. Ways of Seeing hafði gríðarleg áhrif í listheiminum og mótaði hvernig almenningur horfði á og nálgaðist myndlist.

John Berger var alla tíð marxisti og studdi ýmsar andspyrnu- og umbótahreyfingar. Þegar hann hlaut Booker-verðlaunin árið 1972 fyrir skáldsöguna G gaf hann helming verðlaunafésins til breska Black Panther-flokksins, byltingarflokks svartra. Hinn helming verðlaunafésins notaði hann til að sinna rannsóknum á farandverkafólki í Evrópu og kom út í bókinni A Sevent Man.

Berger bjó stærstan hluta ævi sinnar í Frakklandi og lést á heimili sínu í París í gær, mánudaginn 2. janúar.

Hægt er að horfa á fjögurra þátta röðina Ways of Seeing frá 1972 á Youtube.*

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Oddviti Viðreisnar hyggst segja sig úr bæjarstjórn Garðabæjar

Oddviti Viðreisnar hyggst segja sig úr bæjarstjórn Garðabæjar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var