fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Trump sagður ætla að leggja niður menningarstofnanir

Styrktarsjóðir lista og hugvísinda gætu verið í hættu ef hugmyndir nýrrar ríkisstjórnar ná fram að ganga

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 28. janúar 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski fjölmiðillinn The Hill heldur því fram að nýkjörinn bandaríkjaforseti, Donald Trump, stefni á að þurrka út öll framlög bandaríska ríkisins til styrktarsjóða lista (NEA) og hugvísinda (NEH) í landinu, og ætli þar að auki að einkavæða rekstrarfélög bandarískra almenningsfjölmiðla.

Niðurskurðurinn er sagður verða liður í tilraun ríkisstjórnarinnar til að minnka fjárútlát ríkisins um 10,5 þúsund milljarða dollara á næsta áratug. Slíkur niðurskurður myndi koma niður á gríðarlega mörgum ríkisstofnunum en hvað verst á þessum menningarsjóðum – sem yrðu mögulega skornir niður að fullu. Þá segir að stefnt sé að því að einkavæða Corporation for Public Broadcasting (CBP) sem styrkir meðal annars bandaríska ríkisútvarpið National Public Radio (NPR), ríkissjónvarpið Public Broadcasting Service (PBS), og fjölda smærri staðbundinna almenningssjónvarps- og útvarpsstöðva. Ef allt þetta verður skorið niður sparar ríkið þó aðeins 741 milljón dollara á ári, eða 0,016 prósent þeirrar upphæðar sem stefnt er á að spara.

Ríkisstyrktar menningarstofnanir og -sjóðir hafa lengi verið horn í síður margra í Repúblikanaflokknum en það er ekki fyrr en nú, þegar flokkurinn er kominn með meirhluta í báðum deildum bandaríska þingsins, sem draumurinn um að leggja þessar stofnanir niður getur orðið að veruleika. Listamenn hafi brugðist ókvæða við fréttunum og vitnar The Hill meðal annars í Suzanne Nossel, hjá rithöfundasambandi Bandaríkjanna (PEN America): „Jafnvel þó ekki væri um svo mikilvæga fjárhagslega lífæð að ræða, er verið að slá listamenn, rithöfunda, fræði- og menntamenn utanundir, og þeir eru enn að átta sig á því að stjórnin álítur verk þeirra einskis verð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“