fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Stórval sem nútímatónskáld

Charles Ross semur tónverk byggð á myndlist Stefáns frá Möðrudal (Stórvals)

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 28. janúar 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn þekktasti utangarðsmaðurinn íslenskrar myndlistarsögu er Stefán Jónsson frá Möðrudal, betur þekktur sem Stórval. Litrík og naíf landslags- og dýralífsmálverk Stórvals eru kveikjan að tónverkum sem Charles Ross samdi nýlega og verða heimsfrumflutt af tónlistarhópnum Stelk á Myrkum músíkdögum í Hörpu um helgina.

Yfir ósýnilega vegginn

Tónskáldið Charles Ross túlkar málverk Stórvals í nýju verki sem verður frumflutt um helgina.
Túlkar málverk í tónlistinni Tónskáldið Charles Ross túlkar málverk Stórvals í nýju verki sem verður frumflutt um helgina.

Charles Ross, sem er enskur að uppruna, alinn upp í Skotlandi, hefur verið búsettur á Íslandi í rúmlega 30 ár og starfar sem tónlistarkennari á Eiðum í Fljótsdalshéraði. Charles segir að það sé nánast ómögulegt að rekast ekki á málverk Stórvals ef maður býr á Austurlandi, enda séu þau bæði á ýmsum stofnunum og heimilum. Hann segist hafa heillast algjörlega af verkum þessa sjálflærða listamanns og sérvitrings. Stefán fæddist árið 1908, var bóndi fyrir austan í nokkra áratugi áður en hann flutti til Reykjavíkur og einbeitti sér að listinni, en auk auðþekkjanlegra málverka sem hann gerði lék hann á harmonikku og samdi söngva.

„Mér finnst rosalega frábært að læra um svona einfara eða utangarðslistafólk. Það fer einhverja leið sem við í meginstraumnum getum ekki farið. Þetta er annar heimur,“ útskýrir Charles. „Þegar maður hefur verið jafn lengi og ég hef verið í listum finnur maður oft fyrir einhverjum ósýnilegum vegg sem maður getur ekki farið yfir sem listamaður. En fólk eins og Stórval glímir ekki við þetta sama vandamál – það fer bara yfir vegginn. Þetta finnst mér mjög grípandi og lætur mig langa til að elta hann yfir þennan vegg!“ segir Charles og hlær.

Höldum að við séum frjáls

„Til að gera þetta hugsaði ég að það væri gott að reyna að þýða málverkin hans yfir í tónverk. Ég reyndi því að hugsa hvernig tónlistin væri ef Stórval hefði skrifað hana, hvernig myndi hann semja ef hann væri nútímatónskáld? Hann var reyndar líka tónlistarmaður sjálfur en af ásettu ráði sleppti ég að hlusta á upptökur af honum, því ég vildi ekki herma eftir neinu sem hann hafði gert.“

Charles segir að þó að verkin minni fólk á hvernig það teiknaði dýr sem börn þá séu þetta alls ekki barnalegar myndir. Hjá Stórval hafi átt sér stað stöðug þróun og rannsókn en þróunin hafi einfaldlega verið í allt aðra átt en hjá „venjulegum“ listamanni, einhvers konar skökk nálgun á veruleikann.

„Nú stendur yfir tímabil í listum og tónlist þar sem við teljum að við séum rosalega frjáls, en maður sér samt aftur og aftur hvernig fólk málar eða skrifar tónlist inn í ákveðin sniðmót, kannski einhver fimm eða sex „template“. Þessi málverk hans Stórvals eru alls ekki inni í slíku boxi. Það hvetur mann hreinlega til að kasta burt þessum hefðbundnu sniðmótum og hugsa frekar ítarlega um einhvern hlut og fylgja því á eigin hátt.“

Stefán frá Möðrudal málaði fjölda mynda af fjallinu Herðubreið.
Herðubreið Stefán frá Möðrudal málaði fjölda mynda af fjallinu Herðubreið.

Mynd:

Stórval myndi semja sinfóníu

Charles segir að þótt Stefán hafi verið á skjön hafi formin sem hann vann með verið hefðbundin: „Verk Stórvals líta að mörgu leyti út eins og hefðbundin olíuverk, eru í fínum ramma og svona. Hann lítur bara á þetta sem verk í sömu deild og verk eftir hvern annan risa í myndlistarsögunni. Þannig að ég hugsaði að ef Stórval væri tónskáld myndi hann skrifa sinfóníu, konsert og svo framvegis – en það væri bara miklu minna í sniðum en venjulega. Verkið skiptist því upp í nokkra kafla: Overture, sinfónía nr. 1, mandolínkonsert, tónljóð um Herðubreið, Divertimento og Requem concerto for harmonium,“ segir Charles.

„Það var ekki einhver ákveðin mynd sem ég horfði á og samdi út frá, en ég notaði oft einhverja myndaseríu fyrir hvert verk. Það fyrsta inniheldur til dæmis mikið af hestum, annað er fullt af kindum, mandólínkonsertinn er um ástina og er byggður á einu verki sem hann gerði af konu – sem er mjög óvenjulegt fyrir hann!“

Skrýtin hljóðfæri og óvenjuleg nótnaskrift

Charles Ross notaðist við óhefðbundna nótnaskrift þegar hann skrifaði upp verkin.
Óvenjuleg nótnaskrift Charles Ross notaðist við óhefðbundna nótnaskrift þegar hann skrifaði upp verkin.

Sjálfur segist Charles hafa mjög gaman að því að semja fyrir fjölda ólíkra og skrýtinna hljóðfæra. Hljómsveitarmeðlimirnir sjö færa sig því reglulega og leika á fjölbreytt hljóðfæri, ýmist hefðbundin eða óhefðbundin, frá rafmagnsgíturum og saxófónum til glerflautu og síberískrar fiðlu. Það eru þó ekki aðeins hljóðfærin sem er óvenjuleg heldur einnig nótnaskriftin sem byggir á litum og undarlegum merkjum. Charles segir það því hafa tekið enn lengri tíma að æfa verkin og hljóðfæraleikararnir hafi sýnt mikla þolinmæði.

Fyrir utan tónlistina verður myndverkum varpað upp á bak við hljómsveitina, en þau eru byggð á málverkum Stórvals.
„Ég er búinn að búa til eitthvað í líkingu við teiknimynd sem ég gerði með glærum á gamaldags myndvarpa. Þetta er eiginlega eins og lítil ódýr teiknimynd frá 1970,“ segir Charles og hlær.

Mynd:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“