fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Tapaði örlagaríkasta peningakasti rokksögunnar

Gítarleikarinn Tommy Allsup er látinn 85 ára – Átti sæti í flugvélina sem hrapaði með Buddy Holly innanborðs

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gítarleikarinn Tommy Allsup er látinn, 85 ára aldri. Allsup vann til Grammy-verðlauna auk þess að leika með fjölmörgum þekktum listamönnum á borð við Willie Nelson, Roy Orbison, Merle Haggard og Buddy Holly.
Hann er þó ekki síst þekktur fyrir að hafa tapað einu örlagaríkasta peningakasti rokksögunnar þann 3. febrúar 1959. Tapið bjargaði lífi hans þar sem hann missti sæti sitt í flugvél sem átti eftir að brotlenda og með nokkra vinsælustu rokktónlistarmenn þess tíma innanborðs, þá Buddy Holly, J.P. „The Big Bopper“ Richardson og Richie Valens. Valens hafði náð að vinna sætið af Allsup í peningakastinu, en Big Bopper var einnig óvænt um borð því hann hafði fengið flensu og fékk því að taka sæti Waylon Jennings, annars meðlims úr sveit Buddys Holly, sem átti síðar eftir að verða ein þekktasta stjarna kántrítónlistarheimsins. Allsup sagði síðar að hann hugsaði um atvikið á hverjum einasta degi og þakkaði Guði fyrir að hafa fengið að lifa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?