fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Gargað um tónlist á nýjum rokkfréttamiðli

Hlyni Ben fannst vanta vettvang fyrir umræður um rokk og stofnaði rokkfréttasíðuna Garg.is

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 7. ágúst 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit að þetta hljómar svolítið hippalega en stefnan er að kynna fólk fyrir tónlist sem það gæti haft gaman af á jákvæðan hátt – segja örstuttar sögur af hljómsveitum og plötum – eins og þú sitjir með góðum vini og hann segi þér frá því sem hann hefur verið að hlusta á,“ segir Hlynur Benediktsson tónlistarmaður sem stendur á bak við Garg.is nýja vefsíðu sem fjallar um rokktónlist á breiðum grundvelli.

Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben stofnaði vefsíðuna Garg í vor fyrir íslenska áhugamenn um rokktónlist.
Rokkari Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben stofnaði vefsíðuna Garg í vor fyrir íslenska áhugamenn um rokktónlist.

„Ég hef lagt upp með að hafa þetta algjörlega fordómalaust, það er fjallað um alla rokktónlist frá Chuck Berry yfir í norskan svartmálm og allt þar á milli. Og þó að einn fíli Green Day og annar fíli Mayhem þá þurfa þeir ekkert að vera að kýta hvor við annan. Það örlaði svolítið á því fyrst þegar ég byrjaði en ég hvatti fólk frekar til þess að senda okkur greinar um sitt áhugasvið og fletta fram hjá því sem það fílar ekki.“

Garg.is fæddist í maí og átti upphaflega að vera persónulegt rokktónlistarblogg Hlyns og vina hans en áhuginn var strax mikill enda skortur á íslenskum vettvangi þar sem hægt er að nálgast tónlistarfréttir og umfjallanir. Vefsíðan hefur vaxið ört í sumar, nú heimsækja meira en 4000 netnotendur Gargið daglega og lesa fréttir og greinar eða skoða tónleikadagatalið á síðunni. Fyrir utan vefsíðuna hefur Garg haldið utan um vikulegan rokkfréttapakka í útvarpsþættinum Fuzz á Rás 2.

Enn sem komið er, er síðan rekin að mestu leyti af Hlyni og hjálparkokkum hans í sjálfboðavinnu. „Ég sé um síðuna en það er fjöldi góðra og áhugasarmra aðila sem koma að þessu, skrifa, taka upp myndbönd og viðtöl. Ég hef beðið einstaklinga um að skrifa um eitthvað sem þeir hafa sérfræðiþekkingu á – í staðinn fyrir að ég sé að baula um eitthvað sem ég hef lítið vit á – en svo hefur fólk líka verið duglegt að senda inn greinar að fyrra bragði. Þá yfirförum við bara staðreyndir og annað og merkjum greinarnar svo með nafni höfundar. Núna er vinnan við allt þetta reyndar orðin slík að það liggur beinast við að byrja að selja auglýsingar bara til að hafa upp í kostnað. Þetta er orðið meira og stærra en ég bjóst við og eftirspurnin er mikil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“