fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Listasafníslands.is starfrækt í stigagangi við Barónsstíg

Sindri Leifsson rekur lítið gallerí sem stórt nafn í gömlu baðherbergi

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 15. júlí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í stigagangi blokkar við Barónsstíg er starfrækt lítið gallerí með stórt nafn, Listasafníslands.is. Það er myndlistarmaðurinn Sindri Leifsson sem rekur galleríið í gömlu baðherbergi sem staðsett er undir stiga í kjallara hússins. „Nágrannarnir af efri hæðunum hafa tekið mjög vel í þetta og hafa svolítið verið að kíkja á sýningarnar. Þetta er náttúrlega frábær nýting á rýminu – að nota það undir innsetningar í staðinn fyrir að fylla það með drasli,“ segir Sindri.

Galleríið var opnaði formlega í júlí í fyrra með sýningu Unndórs Egils Jónssonar, Bílrúðuskafa #5, og nú stendur yfir önnur sýning gallerísins. „Það er alltaf haldin opnun þar sem er skálað í rósavíni – sem er drykkur Listasafnsíslands.is – en eftir það er bara opið eftir eftirspurn. Fólk getur sent mér tölvupóst á info@listasafnislands.is og fær þá að kíkja á sýningar og í kaffibolla hjá mér ef það vill.“

En af hverju ákvaðstu að nefna galleríið þessu sérstaka nafni?

„Ég sá að vefsíðan var laus og hoppaði bara á þetta. Mér finnst þetta vera svolítil tilvísin í það post-2000 neo-digital fyrirbæri á Íslandi þegar léninu .is var bætt við vel þekkt vörumerki til að gefa þeim ferskt yfirbragð: Skyr.is, UngfrúÍsland.is og svo framvegis. Á sama hátt vona ég að ég nái að koma með nýtt sjónarhorn á þetta fyrirbæri: þjóðarsafn Íslendinga,“ segir Sindri.

Listasafníslands.is er staðsett í kjallararými sem áður hýsti baðherbergi undir stiganum í blokk við Barónsstíg. Nú stendur þar yfir sýningin Re-sieve eftir Florence Lam.
Endur-sigtað Listasafníslands.is er staðsett í kjallararými sem áður hýsti baðherbergi undir stiganum í blokk við Barónsstíg. Nú stendur þar yfir sýningin Re-sieve eftir Florence Lam.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hann telur ekki að nafnið muni fara fyrir brjóstið á aðstandendum Listasafns Íslands og segir þau ekki hafa kvartað yfir líkindum nafna þessara tveggja ólíku liststofnana hingað til. „Ég hef boðið þeim á báðar opnanirnar en það hefur enginn látið sjá sig – sem er leiðinlegt því ég mæti alltaf á opnanir hjá þeim. Nýlega höfðu þau reyndar samband og voru eitthvað að forvitnast, en þau hafa ekki lagt fram neinar kröfur. Ég er náttúrlega ekki að reyna að græða neitt á þessu, heldur fyrst og fremst að gera þessar innsetningar sem aðgengilegastar. En ég hef líka gluggað örlítið í reglur Isnic, og mér sýnist reglan um lénin vera einföld: fyrstur kemur, fyrstur fær.“

Sýningin sem stendur nú yfir í galleríinu nefnist Re-sieve og er eftir listakonuna Florence Lam, sem er alin upp í Hong Kong en búsett hér á landi. Eldhússigti full af hveiti hangir í miðju rýminu en nokkur korn af hveiti hafa farið í gegnum sigtið og liggja nú á gólfinu. „Þetta verk virkjast með íbúum sameignarinnar. Í hvert skipti sem fólk gengur niður stigann í sameigninni eða skellir útidyrahurðinni þá sigtast pínulítið af hveiti úr sigtinu. Þaðan kemur nafnið re-sieve,“ segir Sindri en orðið er snúningur á enska orðið „receive“ sem þýðir að taka á móti eða veita inngöngu en með þessari óvenjulegu stafsetningu þýðir það frekar að endur-sigta.

„Florence vinnur verk sín yfirleitt út frá einhverjum gjörningi, gerir performatífar innsetningar. Mér fannst það hvernig hún hugsar rými og stað akkúrat smella hér inn,“ segir Sindri. „Ég vil líka nota vefsíðuna sem rými þar sem efni tengt sýningunni verður gert sérstaklega aðgengilegt. Í þessu tilviki verða reglulega teknar og birtar myndir af hveitihrúgunni sem er á gólfinu – þar safnast alltaf meira og meira upp eftir því sem fólk gengur oftar um sameignina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“