fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Slær aldrei feilnótu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 30. mars 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV hefur nýhafið sýningar á bresku verðlaunaþáttunum Wolf Hall sem gerast á tímum Hinriks VIII. Þættirnir eru byggðir á skáldsögu Hilary Mantel sem túlkar persónur og atburði á sinn hátt og ekki alltaf í takt við sögulegar staðreyndir. Það er ekkert við því að segja, skáldsagnahöfundur sem styðst ekki við ímyndunaraflið hefur ekki mikið nýtt fram að færa.

Thomas Cromwell, lögfræðingur og ráðgjafi Hinriks VIII, á greinilega að vera hetja þessara þátta og ein aðferð til að upphefja hann er að gera lítið úr samtímamanni hans, Thomas More, kanslara Hinriks VIII, höfundi Útópíu og vini Erasmusar og Holbeins. Nokkuð sem strax í fyrsta þætti var áberandi galli. Þarna voru of miklar öfgar á ferð, það var eins og More hefði ekkert afrekað á lífsleiðinni annað en að vera til leiðinda. More var húmoristi en ekkert bar á því þarna. Vissulega var áhugavert að sjá þessa tvo ráðgjafa Hinriks VIII skattyrðast, en báðir hlutu þau örlög að vera leiddir á höggstokk eftir að hafa fallið í ónáð hjá honum dyntótta konungi. Viðbrögð More við dauða sínum voru mun tignarlegri en Cromwells.

Bretar voru gríðarlega hrifnir af þáttunum sem unnu til BAFTA-verðlauna. Vissulega eru þeir afar vel gerðir, en um leið er mikill grámi og drungi yfir þeim. Það sem lyftir þeim rækilega yfir meðallag er frammistaða Mark Rylance í hlutverki Cromwell en hann hlaut einmitt BAFTA-verðlaun fyrir leik sinn. Hér er leikari sem kann sitt fag og slær hvergi feilnótu. Það merkilega er að stundum er eins og hann sé bara alls ekkert að gera. Hann hækkar örsjaldan róminn og svo er hann alltaf svo kyrr. Ég man ekki eftir leikara sem er jafn hreyfingarlaus en nær á sama tíma að eigna sér sviðið á svo magnaðan hátt. Meðleikarar hans eru kannski með ys og þys en maður tekur ekki eftir neinum öðrum en honum. Svona var hann í mynd Steven Spielberg, Bridge of Spies, og svona er hann í Wolf Hall.

Ég mun aldrei verða aðdáandi Thomas Cromwell. En aðdáun mín á Mark Rylance er takmarkalaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar