fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Síðasta mynd Orson Welles lítur senn dagsljósið

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 19. mars 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá Netflix vinna menn nú að því að að fullgera síðustu kvikmynd Orson Welles, The Other Side of the Wind. Welles vann að myndinni með hléum á árunum 1970–1976 en lauk ekki við hana. Myndin er að hluta ævisöguleg en þar segir frá heimsfrægum leikstjóra sem þráir að slá í gegn hjá yngri áhorfendum. Leikstjórinn John Huston var í aðalhlutverki en meðal annarra leikara voru Lilli Palmer og Dennis Hopper. Aðalpersóna myndarinnar, sem John Huston lék, var byggð á rithöfundinum Ernest Hemingway, sem var vinur Welles. Huston sagði á sínum tíma að við kvikmyndatökur hefði einungis verið stuðst lauslega við handritið. Á einum tímapunkti sagði Welles við hann: „John, segðu setningarnar þínar eða gleymdu þeim bara og segðu það sem þér sýnist.“ Sum atriði myndarinnar voru tekin upp í lit en önnur í svarthvítu. Ljóst er að hér er um nokkuð óvenjulega mynd að ræða.

Framleiðandinn Frank Marshall, sem kom að gerð myndarinnar, er einn ráðgjafa verkefnisins. Hann segist hafa barist fyrir því í fjörtíu ár að myndin yrði fullgerð og segist vera einstaklega þakklátur Netflix. Kvikmyndaáhugamenn um allan heim ættu sömuleiðis að fagna því að myndin verði loks tekin til sýninga. Leikstjórinn Peter Bogdanovich, sem fór með hlutverk í myndinni, er í hópi þeirra sem sjá um klippingu á myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“