fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Leiður strákur í Kórnum

„Mig langaði að rúlla honum inn í Álafossteppi og flóa handa honum mjólk“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. september 2016 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fór ég á tónleika með dóttur minni. Hún er 13 ára og var að upplifa sína fyrstu stórtónleika. Við sátum í stúku á prýðilegum stað.

Tónleikahöllin var troðfull af gestum á öllum aldri og eftirvæntingin mikil. Á hárréttum tíma hófst svo sýningin. Ég áttaði mig nefnilega á að þetta var sýning, miklu frekar en tónleikar. Þarna var skemmtilega útfært svið, ótrúlega mögnuð ljósasýning, og hljóðið ágætt – bassinn hristi sólarplexusinn. Dansararnir voru mjög færir og hljóðfæraleikararnir líka. Allt gekk upp hjá þeim, nema þegar ljósabúnaður á búningi eins dansarans virkaði ekki.

Stjarnan sjálf sem allir voru komnir til að sjá er ungur maður. Hann reis upp úr gólfinu upp á reykmettað svið, og ærði tæplega tuttugu þúsund gesti í salnum. Justin Bieber var mættur.

Stundum söngur

Hann söng, stundum, ekki alltaf. Það skipti ekki máli hvort hann söng eða ekki, hljómurinn var sá sami og tónlistin gekk upp. Þetta var nefnilega sýning, ekki tónleikar. Hann dansaði, og gerði það vel. Hann skipti tíma sínum bróðurlega milli ólíkra hluta sviðsins svo að þeir fremstu fengu að njóta aðeins meiri nærveru. Hann skipti stundum um föt, efri part í það minnsta, og lagði með því línur fyrir klæðnað ungra manna næstu misserin. Kannski leið honum best í alltofstóru hettupeysunni þegar hettan huldi höfuðið. Hann sagði halló og hann talaði um Jesús og þakklæti – en hann brosti aldrei.

Mamman

Móðureðlið blossaði upp í mér í fyrsta lagi. Mér fannst Justin umkomulaus og týndur á sviðinu. Mér fannst eins og einhver hefði pínt hann til að dröslast nú í gegnum þetta… Líklega þeir sem „eiga“ hann og stjórna ferlinum hans. Mig langaði að rúlla honum inn í Álafossteppi og flóa handa honum mjólk. Halda svo bara utan um hann í sófanum og horfa á Stranger Things. Segja honum að það verði allt í lagi.

Geðhjúkkan

Eftir smá stund af móðurtilfinningum fóru hjúkrunartilfinningar að vaxa innra með mér. Geðhjúkrunartilfinningar. Strákurinn ber það með sér að vera þunglyndur, leiður og bugaður. Ég hef hitt svo ótalmarga lasna stráka sem líta akkúrat svona út. Þunglyndur strákur er nefnilega bara þunglyndur strákur – þó að hann sé mjög sætur og ríkur og dýrkaður af milljónum. Augun eru flöt, brosið vantar og líkaminn hreyfist frekar af skyldurækni eða vana, en innblæstri og gleði. Hann gaf ekki frá sér snefil af þeirri orku sem stórstjörnum er tamt á sviði – þegar greinilegt er að athyglin nærir og eflir.

Kannski litaði það upplifun móðurlegu geðhjúkkunnar að hún var nýbúin að sjá Beyoncé á mögnuðum tónleikum í Barcelona. Ég vona sannarlega að þeir sem ráðskast með líf þessa hæfileikaríka pilts hafi rænu á að styðja hann almennilega þegar hann á erfitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona