fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Dýrmætur Eiður

Dómur um kvikmyndina Eiðurinn eftir Baltasar Kormák

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 9. september 2016 18:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiðurinn eftir Baltasar Kormák fjallar í stuttu máli, á yfirborðinu, um hjartaskurðlækninn Finn sem reynir að bjarga dóttur sinni Önnu, sem leikin er af Heru Hilmarsdóttur, frá þekktum dópsala, sem leikinn er af Gísla Erni. Finnur ákveður að koma dóttur sinni til bjargar sama hvað það kostar.

Leikurinn er eins góður og best gerist. Baltasar sem hefur sagt að hann sé meiri leikstjóri en leikari slær ekki feilnótu í báðum hlutverkum. Hera Hilmars stendur sig með prýði og Gísli Örn fangar undirheimahrottann Óttar á trúverðugan og áreynslulausan hátt.

Sjónrænt er myndin einstaklega vel gerð. Kvikmyndatakan er þaulhugsuð og vönduð og myndmálið talar á áhrifaríkan hátt við áhorfandann. Þá eru skotin fagurfræðilega hugsuð og færa dýpri merkingu í senurnar. Þó svo að sögusviðið sé nær eingöngu í Reykjavík og nágrenni tekst Baltasar og kvikmyndatökumanninum að fanga og færa áhorfandanum óvenjulegt og kraftmikið sjónarhorn af landslaginu með mögnuðum þyrluskotum. Óvæntar og kraftmiklar senur með íslenskri náttúru gefa áhorfandanum einnig andrými frá hryllingi undirheimanna og ljá kvikmyndinni kraft.

Litameðferð er einnig vönduð og falleg. Blúsaðir skammdegislitir gefa myndinni á sama tíma sorg, vonleysi, þögn, þunga og ást, líka fegurð og óáþreifanlegt traust og spegla um leið innri líðan og átök sögupersóna.

Þetta er fjögurra og hálfrar stjörnu kvikmynd. Staðreyndin er sú að nánast hvergi er veikan hlekk að finna í Eiðnum. Þess verður ekki langt að bíða að við fáum fréttir af því að fyrirtæki erlendis hafi ákveðið að endurgera kvikmyndina í borg draumanna. Í raun er þetta afskaplega dýrmæt mynd. Við höfum áður fengið sögur úr undirheimunum til dæmis Svartur á leik, sem sló í gegn fyrir nokkrum árum. Nú fáum við trúverðuga sögu um venjulegan mann sem dregst inn í undirheimana og saga Finns í Eiðnum sýnir okkur að þar geta allir endað, ég og þú. Hún varpar fram spurningunni hversu langt ert þú tilbúinn til að ganga til að bjarga þínum nánustu? Hvað gerist ef þú lætur frumeðlið ráða?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Í gær

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“