fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Töffari í stórhættu

Bókardómur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 8. september 2016 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefur Lúsífers er það sem ansi margar glæpasögur eru ekki, beinlínis bráðskemmtileg um leið og hún er afar spennandi. Þarna skiptir aðalpersónan, lögfræðingurinn og flagarinn Martin Benner, öllu. Eins og lesendur vita eru gallalausar sögupersónur aldrei nægilega áhugaverðar og alls ekki skemmtilegar. Benner er ekki þessi týpa. Hann er breyskur á alla mögulega vegu, óábyrgur í einkalífi, sjálfhverfur og sjálfselskur fram úr hófi. Hann segir söguna í skemmtilegum töffarastíl sem ekki er annað hægt en að falla fyrir. Ekki er laust við að það hvarfli að manni að höfundurinn, Kristina Ohlsson, sé í þessari bók að vinka vinalega til Raymond Chandler og Dashiell Hammett. Allavega tekst henni að skapa hið fínasta tilbrigði við sögur þessara frábæru höfunda.

Söguþráðurinn er á þann veg að maður leitar til Benner og segist vilja að systir sín fá uppreisn æru, en hún hafði játað á sig fimm morð og síðan framið sjálfsmorð. Benner rannsakar málið en hefði hann órað fyrir því sem beið hans hefði hann umsvifalaust lagt á flótta frá málinu, og er hann þó enginn heigull. Vinkona hans og ung uppeldisdóttir dragast inn í málið.

Ekki er laust við að það hvarfli að manni að höfundurinn, Kristina Ohlsson, sé í þessari bók að vinka vinalega til Raymond Chandler og Dashiell Hammett.
Kristina Ohlsson Ekki er laust við að það hvarfli að manni að höfundurinn, Kristina Ohlsson, sé í þessari bók að vinka vinalega til Raymond Chandler og Dashiell Hammett.

Ohlsson tekst mjög vel að skapa spennu í bók sem er afar gaman að lesa. Spennan hefst strax á fyrstu blaðsíðu og henni er viðhaldið allt til loka. Lesandinn veit að eitthvað skelfilegt á eftir að gerast, spurningin er einungis hvenær. Eftir því sem hættan færist nær mýkist Martin Benner, og í því felst viss galli. Benner er skemmtilega ögrandi sem hinn sjálfsupptekni töffari en um leið og hann fer að verða ábyrgðarfyllri og viðkvæmari verður hann ekki eins áhugaverður og í byrjun. Höfundur sleppur samt þarna fyrir horn, því Benner verður aldrei, þótt hann taki umbreytingum, jafn flatur og litlaus og sumar persónur norrænna glæpasagna sem eru svo vel meinandi og rétt þenkjandi að maður er kominn með allnokkra leið á þeim strax um miðbik bókar.

Bókin endar nokkuð snögglega og á þann veg að ljóst er að framhaldsbókar er þörf. Sú mun örugglega verða þýdd á íslensku líkt og hin æsispennandi Vefur Lúsífers.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni