fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Fallið snýr aftur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 28. september 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýningar á þriðju þáttaröðinni af Fallinu (The Fall) hefjast í Bretlandi seinna í þessum mánuði. Íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að muna eftir þáttunum en þar lék Gillian Anderson lögreglukonuna Stellu sem eltist við raðmorðingja sem Jamie Dornan lék. Raðmorðinginn, Paul Spector, var í hjónabandi og átti eina dóttur en í frístundum myrti hann konur á hrottafenginn hátt. Síðustu þáttaröð lauk með því að hann var skotinn og svo virtist sem hann hefði látist í örmum Stellu. Það hlýtur að hafa verið blekking því erfitt væri að halda þræði í þriðju þáttaröðinni án hans.

Jamie Dornan, sem sýndi mikil tilþrif í hlutverki raðmorðingjans, hefur síðan öðlast frægð fyrir túlkun sína á Christian Grey í Fimmtíu gráum skuggum. Hann segir að þátttaka sín í Fallinu hafi verið sinn leiklistarskóli og Gillian Anderson er sömuleiðis ánægð og segir að hlutverk Stellu sé uppáhaldssjónvarpshlutverk sitt, ásamt hlutverki Blanche í Sporvagninum Girnd.

Þættirnir fengu mikið áhorf og lof gagnrýnenda, þótt einstaka raddir hafi kvartað undan ofbeldisatriðunum sem sýna morð á konum. Gillian Anderson segir þá gagnrýni byggða á misskilningi; leikstjóri og handritshöfundur þáttanna sé að sýna hversu illa sé farið með konur í þessum heimi. Hún bætir svo snaggaralega við að þeim sem líki ekki við þættina þurfi ekki að horfa á þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“